Guð sagði mér að gera það....

godtoldmetoÍ gegnum tíðina hafa ýmsir notað afsökunina "Guð sagði mér að gera það" til að útskýra hegðun sem öðrum finnst undarleg, órökrétt eða jafnvel glæpsamleg.

George W. Bush sagði að Guð hefði sagt sér að koma Saddam frá völdum í Írak.

Ísraelsmenn Gamla Testamentisins notuðu sömu afsökun fyrir þeim þjóðernishreinsunum sem þeir beittu þegar þeir voru að leggja undir sig "fyrirheitna landið".

Margir fjöldamorðingar hafa einnig gefið sömu ástæðu fyrir verkum sínum og það sama hafa nokkrir leiðtogar sértrúarsafnaða gert þegar þeir hafa stýrt hópsjálfsmorðum safnaðarmeðlima.

Núna nýlega bættist Ronnie Turner í þann hóp sem notaði þessa afsökun.  Og hvað var það sem Guð sagði honum að gera?  Jú, að festa poka með marijúana við róðuþurrkur bíla, meðan eigendurnir voru við messu. 

Hvor skyldi nú hafa gert meiri skaða með því að fara eftir þessum ímynduðu fyrirmælum...hann eða Bush?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð er frábær afsökun fyrir öllu.

 Guð sagði mér að commenta á þetta.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Guð stjórnar öllu, stóru sem smáu.  Þessi skemmtilegi kall hefur því heilmikið til síns máls.  En ég held nú varla að hann hafi heyrt eða séð Guð.

Björn Heiðdal, 2.5.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband