Enn um ofurkrónuna

Púkinn á bágt með að skilja hvers vegna ekkert heyrist í talsmönnum útflutnings- og ferðaþjónustufyrirtækja vegna stöðugrar styrkingar krónunnar.  Árið 2005 var mörgum þessara fyrirtækja erfitt, þegar undir 60 krónur fengust fyrir hvern dollara, en 2006 sýndust hlutirnir vera að stefna til betri vegar.

Nú er krónan hins vegar stöðugt að styrkjast, þannig að staða þessara fyrirtækja ætti að fara versnandi, en ekki heyrist eitt einasta hljóð frá þeim - hvað er á seyði - hafa Íslendingar týnt niður listinni að kvarta?

Púkanum finnst hann vera voðalega einmanna að barma sér yfir þeim áfrifum sem ofurkrónan og ofurvextirnir hafa á þau íslensk fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á skapa gjaldeyristekjur með því að flytja út þjónustu og hugvit, þegar öllum öðrum virðist standa á sama.


mbl.is Krónan styrkist enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já maður er alltaf jafn hissa, fyrst þegar hún fór niður fyrir 67, svo 66, 65 og nú 64.  Hvenær snýr hún við og hvað verður fallið mikið?

Þorsteinn Sverrisson, 3.5.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband