Nýburar á Netinu

newborn_dollNýlega komst Púkinn að því að nokkur sjúkrahús birta myndir af öllum nýburum á Netinu, ásamt upplýsingum um foreldra, fæðingardag og jafnvel lengd og þyngd.

Púkinn er nú oft svolítill nöldurpúki og hefur gaman af að benda á það sem aflaga fer, en þetta framtak finnst Púkanum það gott að sjálfsagt er að hrósa því, þar sem þetta gefur fjarstöddum vinum og ættingjum kost á að sjá nýjustu meðlimi þjóðfélagsins.

Svo er Púkinn líka áhugasamur um ættfræði, þannig að hann fagnar alltaf birtingu svona upplýsinga.

Þau sjúkrahús sem birta þessar upplýsingar eru:

Sjúkrahúsið á Akranesi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Sambærilegar upplýsingar eru því miður ekki birtar á Akureyri, Reykjavík eða á Austurlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Veit persónuvernd af þessu?  Er þetta gert með upplýstu samþykki hlutaðeigandi?

krossgata, 7.5.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband