Miðvikudagur, 9. maí 2007
Live Earth tónleikarnir
Þegar Live Earth tónleikarnir voru kynntir var það sem röð tónleika í sex heimsálfum sem áttu að standa samfellt í 24 tíma. Staðsetning tónleikanna hefur að vísu breyst örlítið - tónleikarnir í Bandaríkjunum hafa til dæmis verið færðir milli borga, en að öðru leyti virðist staðsetningin hafa verið negld niður strax í febrúar.
Púkinn skilur þess vegna ekki þessa umræðu núna í maí - hafi Ísland einhvern tíman verið inni í umræðunni sem mögulegur vettvangur, þá er ljóst að við misstum af lestinni fyrir löngu síðan.
Það er athyglivert að sjá hverjir verða flytjendur á tónleikunum, jafnvel virðast einhverjar hljómsveitir ætla að taka saman að nýju fyrir þessa tónleika. Þeir sem koma fram á Wembley eru til dæmis
- Beastie Boys
- Black Eyed Peas
- Bloc Party
- James Blunt
- Duran Duran
- Foo Fighters
- Genesis
- David Gray
- Keane
- Ray LaMontagne
- John Legend
- Madonna
- Paolo Nutini
- Corinne Bailey Rae
- Razorlight
- Red Hot Chili Peppers
- Damien Rice
- Snow Patrol
- Spinal Tap
Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.