Miðvikudagur, 9. maí 2007
Hjálpartæki ástarlífsins - hættuleg þjóðaröryggi?
Nýlega bárust þær fréttir frá Kýpur að það tæki sem er sýnt hér á myndinni hefði verið bannað þar, sökum þess að það væri ógnun við þjóðaröryggi.
Ástæða þess mun vera sú að tækinu er stjórnað með fjarstýringu, en sú tíðni sem er notuð er víst sú sama og herinn á Kýpur notar til einhverra leynilegra fjarskipta.
Púkinn verður reyndar að viðurkenna að hann skilur þetta ekki alveg, enda mun drægni fjarstýringarinnar ekki vera nema nokkrir metrar.
Talsmaður Ann Summers fyrirtækisins sem framleiðir umrætt tæki sagði fyrirtækið virða þessa ákvörðun og hafa tekið tækið úr sölu á Kýpur, en bætti við "..after all it is better to make love, not war".
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.