Fimmtudagur, 10. maí 2007
Yahoo og sæstrengurinn
Fréttin um mögulegt netþjónabú Yahoo er svolítið villandi. Sagt er að lagning nýs sæstrengs sé forsenda fyrir verkefninu, og því bætt við að gífurlega flutningsgetu þurfi, eða um 10 Gb/s.
Þetta er hvort tveggja rétt, en það lítur út eins og nýjan streng þurfi vegna gagnamagnsins. Það er bara ekki málið.
Farice-1 strengurinn sem þegar er í notkun hefur hámarksflutningsgetu upp á 720 Gb/s, þannig að 10 Gb/s til eða frá hafa í raun lítið að segja.
Nei, ástæða þess að það þarf annan streng kemur flutningsgetunni ekkert við, heldur er það spurning um öryggi, öryggi og aftur öryggi. Það er ekki ásættanlegt að sambandið rofni, jafnvel þótt í skamman tíma sé, þannig að tveir óháðir strengir eru nauðsyn.
Púkinn á reyndar bágt með að trúa því að Yahoo sætti sig við að Ísland hafi enga beina tengingu vestur um haf, heldur þurfi að beina öllum samskiptum hingað í gegnum Evrópu, og sömuleiðis að strengirnir tveir séu reknir af sama aðila, en hvort það er vandamál eða ekki kemur síðar í ljós.
Ef af þessu netþjónabúi yrði, þá er vonandi að verð á gagnaflutningum yfir strenginn verði lækkað, þannig að íslensk fyrirtæki með mikla gagnaumferð þurfi ekki lengur að fara með netþjónana sína úr landi - en staðan í dag er sú að það er allt að tífalt dýrara að dreifa gögnum héðan heldur en ef þjónarnir eru erlendis.
Yahoo kannar möguleika á netþjónabúi hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er í sjokki, en stend við orð mín, ekki sjéns að Yahoo gæti opnað útibú hér á landi og skilað einhverjum hagnaði... En ég væri fyrstur til að sækja um vinnu hjá þeim ef þeir myndu enda á því að gera það :D
Gunnsteinn Þórisson, 10.5.2007 kl. 13:49
Skemmtileg svona neikvæðni. Gunnsteinn bara ef allir sama hafa hugsað sér að fara móti straumnum og gera eithvað sem er ekki alveg "eðlilegt". Vá við værum langt komin ef allir hugsa eins og þú.
Þetta er nottulega bæði spurning TCO og gagnaöryggi, varðandi FARICE-2 ( eins og það stefnir í ) þá er verið að tala um að landa honum í Dublin til að stytta leiðina til Bandaríkjunum.
Hins vegar er ég 110% sammála púka með að það eigi að húkka upp í Hiberniu. Ekki það ég geti talið mig sérfræðing í þessum málum en þá er Hibernia tvöfaldur og það er töluvert lengra í neðri hluta Hiberniu, veistu hvort að báðir leggir séu vestur/austur (dual) eða er sitthvor strengurinn fyrir hvora leiðina ?
Bara pæling. En ég legg til þess að annað hvort verði Ken Peterson fengin til að fjárfesta í einhverju íslensku fjarskiptafyrirtæki aftur og gefa því beinan aðgang í Hiberniu, eða við verðum bara að leggjast niður á fjórar fyrir framan hann.
http://www.hiberniaatlantic.com/
Depill, 10.5.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.