Föstudagur, 11. maí 2007
Sjálfstæðisflokkur til sölu (á eBay)
"Spilltur og þreyttur valdaflokkur, sem verið hefur í ríkisstjórn alltof lengi, fæst fyrir lítið fé - óskast sóttur. Varúð: getur reynst hættulegur öldruðum, öryrkjum, barnafólki og fátækum. Myndi sóma sér vel í flestum bananalýðveldum, enda þaulvanur í þjónkun við bandarísk stjórnvöld og aðra valdahópa.
Forystumenn geðþekkir, en tala slæma ensku. Öflugt tengslanet fylgir með, inniheldur helstu stjórnendur í íslensku viðskiptalífi og a.m.k. einn kvikmyndaleikstjóra og háskólaprófessor."
Með tilliti til þess að seljandi heitir "vg-konan", grunar Púkann sterklega einhvern húmorista í ungliðahreyfingu VG, en það er hins vegar öllu stærri spurning hver sá aðili er sem hefur boðið $1000 í flokkinn.
Hin spurningin er hvort við fáum að sjá eitthvað svar frá ungliðum innan Sjálfstæðisflokksins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Endilega að taka þátt í æsispennandi kosningagetraun:
http://www.sigfus.blog.is/blog/sigfus/entry/207012/
Glæsilegir vinningar í boði!
Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.5.2007 kl. 14:32
Brilliant! SELJUM STRAX! Heppin að fá 1000 dollara!
Sigríður Sigurðardóttir, 11.5.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.