Sunnudagur, 13. maí 2007
Leitin að tilgangsleysi
Eins og margir aðrir er Púkinn þreyttur eftir að hafa vakað til að fylgjast með kosningaúrslitunum og einhvern veginn ekki í formi til að skrifa málefnalegt eða innihaldríkt blogg.
Nei, þess í stað fjallar þessi grein um það tilgangslausasta sem Púkinn gat fundið við leit á vefnum.
Einn nýjast afurð Renova fyrirtækisins er svartur salernispappír en þrátt fyrir mikil heilabrot fær Púkinn hreinlega ekki séð tilganginn með þeirri vöru.
Fréttatilkynning Renova fyrirtækisins er heldur ekki sérlega sannfærandi:
"Elegant, sophisticated, rebellious, alternative and eternally fashionable, black has become virtually synonymous with chic and style. But while this colour is often present in avant-garde creative work, no one has ever dared to use it for toilet paper until now. Black in the loo, how chic and sophisticated can you get?".
"Chic and sophisticated" á salerninu. Já, það var einmitt það.
Athugasemdir
Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2007 kl. 17:55
Rétt eins og blá tómatssósa, wrong in every way.
Gunnsteinn Þórisson, 13.5.2007 kl. 18:15
Loksins, LOKSINS er decorinn á klóinu fullkominn!!! Húrra!
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 19:49
Það sem fólki dettur í hug. Þetta minnir mig reyndar á klósettpappír sem ég sá einhvers staðar í verslun í USA fyrir nokkrum árum, en hann var með texta til að skemmta fólki á klóinu. Ég skal sjá hvort ég finni upplýsingar um þetta á netinu. Spurning reyndar hvort þeir geti ekki sett ljósmyndir af eftirlýstum hryðjuverkamönnum á pappírinn. Ég vakti líka alltof lengi og dagurinn búinn að fara í tóma vitleysu.
Teiknimyndasögur á klósettpappír.
Soduko á klósettpappír.
Tónlist á klósettpappír.
Hrannar Baldursson, 14.5.2007 kl. 00:02
Einhvern tíma datt það uppúr frægum leikara í Hollywood sem átti í einhverjum útistöðum við Paul Newmann að hann vildi helst láta prenta myndir af Newmann á klósettpappírinn sinn
Væri þetta ekki upplögð hugmynd fyrir þig og útfæra hana náttúrulega yfir á þá bloggara sem fara hvað mest í þínar fínustu þegar þú ert sem pirraðastur og púkalegastur.
Svava frá Strandbergi , 14.5.2007 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.