Mánudagur, 14. maí 2007
Veirur eru ekki vandamál
Í tilefni af því málþingi sem fyrirhugað er hér á landi næstu tvo daga um prófanir á veiruvarnaforritum, þá langaði Púkann til að varpa fram þeirri fullyrðingu að tölvuveirur eru í raun ekki vandamál. Tölvuveirur eru nefnilega mjög sjaldséð fyrirbæri og það er nánast óþekkt að nokkur tölva smitist af slíku.
En bíðum nú við - það kannast allir við þann ófögnuð sem kemur í tölvupósti eða á annan hátt, stelur upplýsingum , eyðir gögnum og gerir tölvurnar stundum óstarfhæfar - hvað á Púkinn þá við með því að halda því fram að veirur séu nánast ekki til.
Það er nefnilega málið. Þessi forrit sem fólk fær inn á tölvurnar eru ekki veirur, heldur allt aðrar tegundir af óværu. Þessi forrit falla helst í eftirfarandi flokka (en þess ber þó að gæta að mörg forritanna sameina eiginleika tveggja eða fleiri flokka).
Bakdyr: Forrit sem setja upp aðgang á tölvunni þannig að aðrir aðilar geti tengst henni utan úr heimi og sett forrit inn á hana.
"Bot": Forrit sem leyfir utanaðkomandi aðila að stjórna tölvunni og er þá talað um að tölvan sé "zombie". Margar slíkar tölvur eru síðan gjarnan tengdar saman í net undir stjórn einnar aðaltölvu, en það "zombienet" er síðan hægt að (mis)nota í margvíslegum tilgangi. Jafnvel kemur fyrir að aðgangur að slíkum netum sé seldur eða leigður hæstbjóðandi.
Rusldreififorrit: Forrit sem nota tölvutenginguna sem er til staðar til að dreifa ruslpósti á kostnað eiganda tölvunnar.
Hlerunarforrit: Forrit sem hlerar samskipti tölvunnar yfir netið og reynir að stela aðgangsupplýsingum, kreditkortanúmerum og öðru slíku.
Eiginlegar veirur eru hins vegar orðnar mjög sjaldséðar - innan við 1% þess sem menn rekast á í dag.
Málþing um tölvuveiruvarnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Það er ég viss um að margur verður hissa þegar hann/hún les þessa færslu hjá þér, það er einmitt málið. það er mikill miskilningur í gangi hjá almenningi varðandi vírus/veirur.
Flott
Sigfús Sigurþórsson., 14.5.2007 kl. 14:45
"Auk þess legg ég til að Micro$oft verði tekið sundur í frumeindir!"
Einar Indriðason, 14.5.2007 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.