Græna hliðin upp!

grasNei, þessi grein er ekki um Framsóknarflokkinn eða Vinstri-Græna.  Hún er heldur ekki um Hafnarfjarðarbrandara. Hún fjallar hins vegar um túnþökur.  Púkinn átti leið framhjá Kjarvalsstöðum í dag og sá þar að búið var að leggja allmikið af grasþökum á bakvið bygginguna.

Það sem vakti hins vegar athygli Púkans var að um helmingur þeirra var á hvolfi.

Nú hefur það hingað til verið nokkuð almenn regla þegar túnþökur eru lagðar að græna hliðin er látin snúa upp, þannig að Púkanum þótti þetta nokkuð sérkennilegt athæfi.

Nánari athugun leiddi í ljós að þarna var um listaverk, "Litlatún", að ræða.

Garðeigendur og aðrir sem fást við að leggja þökur ættu því að hafa í huga framvegis að viðeigandi hlið á þökum snúi upp, eftir því hvort um grasflöt eða listaverk er að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband