"Jákvæð áhrif á gengi krónunnar"

Svo afskráning Actavis á að hafa jákvæð áhrif á gengi krónunnar...en jákvæð fyrir hverja?

Áhrifin verða ekki jákvæð fyrir útflutningsfyrirtæki og ferðaþjónustuaðila á íslandi, svo mikið er víst.  

Púkinn hefur nú aldrei verið hrifinn af þeirri hugmynd að hætta með íslensku krónuna, en ef íslenska örhagkerfið er svo viðkvæmt að sala á einu fyrirtæki hefur umtalsverð áhrif á gengi gjaldmiðilsins er kannski best að hætta bara þessu kjaftæði - hætta að þykjast vera með alvöru gjaldmiðil og finna leið til að tengjast evrunni.


mbl.is Afskráning Actavis gæti haft áhrif á gengi krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, það er með ólíkindum að heyra þessa ,,fræðinga" tala um að það sé jákvætt að styrkja gengi íslensku krónunnar enn frekar. Nóg er nú samt. Samkeppnis og útflutningsgreinar og ferðaþjónustan eru þegar í vondum málum, hvað þá ef þetta á eftir að versna. Er það málið að halda þjóðinni í endalausu kaupæði vegna þess hvað allur innflutningur er ódýr á meðan við fáum allt of lítið fyrir það sem við erum að selja öðrum.  Já  það er búið að gera islensku krónuna að öskuhaugamat með kolvitlausri efnahagsstjórn.

Þórir Kjartansson, 14.5.2007 kl. 17:40

2 identicon

Sterk króna er betri en veik.  Sterk lýsir trausti, veik vantrausti.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband