Ættleiðingar samkynhneigðra

flamingosCarlos og Fernando hafa verið par síðan þeir komu út úr skápnum fyrir fimm árum síðan.

Þar sem þeir geta af augljósum ástæðum ekki eignast afkvæmi saman, en hafa báðir mikinn áhuga á að sinna foreldrahlutverkinu er úr vöndu að ráða. 

Sem betur fer fyrir þá þurfa þeir ekki að standa í stríði við neinn varðandi þær óskir - þeir eru nefnilega flamingóar. 

Undanfarin ár hafa þeir rænt eggjum annarra fugla og ungað þeim út, en í ár bar svo við að ákveðið var að leyfa þeim að "ættleiða" egg sem foreldrarnir höfðu yfirgefið.

Að sögn dýravarða við Wildfowl & Wetlands Trust í Slimbridge, Englandi, eru Carlos og Fernando umhyggjusamir, skiptast á um að fóðra ungana sem þeir ala upp.

Nánari upplýsingar má finna á pinknews.co.uk, en starfsmenn munu víst vera nokkuð forvitnir um hvort ungar þeirra muni hneigjast til síns kyns eða þess gagnstæða - spurningin um erfðir og uppeldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta er góð saga, en tákræn, ef það væri gert auðveldara fyrir þá sem vilja ættleiða,þá væri lífið betra fyrir marga. 

María Anna P Kristjánsdóttir, 22.5.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Viðar Eggertsson

Síðasta setning er áhugaverð pæling. Ef unginn reynist samkynhneigður þá verður væntanlega úrskurðað umsvifalaust að það sé uppeldinu að kenna (þakka), - jafnvel þó að við nánari skoðun (sem yrði væntanlega ekki framkvæmd) væri þetta genatískt! og svo vise versa...! Ekki mjög fræðilegt það a tarna.. En bíðum og sjáum til

Viðar Eggertsson, 22.5.2007 kl. 16:59

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er búin að segja bókstafstrúarfólki hérna á blogginu marg oft að samkynhneigð fyrirfinnist líka í dýraríkinu og vona ég að þeir flykkist hingað og lesi.

Kynhneigð hefur hvorki með erfðir né uppeldi að gera

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.5.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband