Föstudagur, 9. desember 2016
Enn borgar almenningur
Það er sjálfsagt að borga þeim bætur sem urðu fyrir ofbeldi í Landakotsskóla eða á annan hátt af völdum kaþólsku kirkjunnar.
Það sem er hins vegar ekki sjálfsagt að þessi penningur komi úr vasa hins almenna skattborgara.
Nei, kaþólska kirkjan ætti að borga þetta.
Það er nú ví miður þannig að þegar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá er sanngirnin látin víkja.
Þær bætur sem kirkjan bauðst sjálf til að borga voru skammarlega lágar - sjá t.d. þessa frétt hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/11/22/nidurstada_kirkjunnar_smanarleg/
Nei, kaþólska kirkjan er fyrirtæki sem hugsar fyrst og fremst um sinn hag - skítt með fórnarlömb hennar í gegnum tíðina.
Það er verst að ekki skuli vera hægt að halda eftir þeim sóknargjöldum sem kirkjan fær, þangað til búið er að borga ríkinu til baka þessar bætur.
Sanngirnisbætur hækka um 130 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það er andstyggilegt að hugsa til þess að börn fengju ekki grið á virtum stofnunum,eins og Landakotsskóla,Silungapolli,Breiðivík,Kumbaravogi ofl.- Það sem er hve andstyggilegast er að níðingar smeygja sér allstaðar í félagsskap þar sem börn eru hluti af honum.- Þar reynist fölsurum léttara að villa á sér heimildir,heldur en þeim sem rændu þjóðina.
Flestir aðrir en ég vita betur um málsatvik Landakotsskóla,en þekki einn af Breiðivíkur drengjunum,sem þótti sanngjarnt að fengju bætur fyrir andlegt og líkamlegt nauðgunar ofbeldi.
Þær voru ekki ýkja háar bæturnar og tók langan tíma að uppfylla til fórnarlambanna,enda tímafrekt hjá þáverandi ríkisstjórn að níðast á öllum hinum borgurunum sem krafðir voru um ólögvarða greiðslu til "himnaríkis"þeirra í Brussel.
Helga Kristjánsdóttir, 10.12.2016 kl. 02:21
Hvarflar það ekki að auðkýfingnum Friðriki að þarna sé eitthvað bogið við réttlætið og búin til ný aðferð, fram hjá venjulegri málsmeðferð dómstóla og kröfum þeirra um sönnunarbyrði málssækjanda?
Ég hef ekki nokkra trú á að eiginleg fórnarlömb hafi verið 33.
Friðrpik ætti að ráðfæra sig við markvert vitni aðstæðna, dr. Vilhjálm Örn Vilhjálmsson í Kaupmannahöfn, ókaþólskan mann.
Jón Valur Jensson, 10.12.2016 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.