Eitur fyrir útlendinga!

heavy-machineEf hér á landi yrði umhverfisslys þar sem hópur íslenskra manna fengi í sig hættulegt efni, í því magni að líklegt væri að þeir myndu bíða heilsutjón af, þá yrði allt vitlaust.  Það yrðu umræður á Alþingi um vinnuöryggi, fjölmiðlar myndu slá upp stórfrétt um málið og lögfræðingar færu á stúfana til að krefjast skaðabóta.

En hvað ef um útlendinga væri að ræða?  Púkanum er kunnugt um eitt dæmi þar sem hópur erlendra verkamanna lenti í því að anda að sér ákveðnu efni í því magni að það fór langt yfir öll leyfileg mörk.

Vakti það athygli?  Nei.  Gerðu fjölmiðlar veður úr málinu? Nei. Var mönnunum veitt besta mögulega læknisþjónusta, eða voru þeir bara sendir úr landi og nýir þræl...eh...erlendir verkamenn fengnir í staðinn?

Það virðist nefnilega ekki sama hverjir lenda svona uppákomum hér á landi.   Heilbrigðiseftirlitinu er kunnugt um þetta atvik og gerði athugasemd, en málið fékk ekki meiri athygli.  Það skyldi þó aldrei vera af því að engir Íslendingar urðu fyrir þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jú, auðvitað var það vegna þess að engir Íslendingar urðu fyrir þessu. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband