Og hvað á þorskurinn að éta?

Cod(NOAA_pic_for_index)Púkinn hefur aldrei talið sig sérfróðan um fisk og reyndar takmarkast afskiptin að mestu leyti við að borða fiskinn eftir að einhver hefur matreitt hann.

Þessi frétt vakti hins vegar eina spurningu hjá Púkanum - gott og blessað að samtökin vilja draga úr sókninni í þorskinn og fá þá fleiri þorska syndandi í sjónum, en hvað á þessi þorskur að éta?  Ef samtökin vilja fá fleiri þorska, ættu þau þá ekki að berjast fyrir því að draga úr loðnuveiðum, þannig að þorskurinn geti étið loðnuna?

Er þorskstofninum gerður greiði með því að fá fleiri hálfsvelta þorska?  Hafa menn hugsað dæmið til enda?

En, hvað um það. Púkinn er ekki fiskifræðingur, þannig að hann ætlar ekki að vera með neinar fullyrðingar um það hvað sé rétt eða rangt í þessu máli - honum finnst þetta bara hljóma undarlega. 


mbl.is Náttúruverndarsamtökin vilja draga úr sókn í þorskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er heldur ekki sérfróður en myndi ætla að við þyrftum að drepa eitthvað af hvölum svo þorskurinn fái meira að éta og verði minna étinn líka.

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband