Föstudagur, 1. júní 2007
Feluleikur
Það er nú þannig með sumt af því fólki sem er frægt, að það eina sem það hefur sér til ágætis er ... að vera frægt. Þar sem "paparazzi" ljósmyndararnir bera jú áð stórum hluta ábyrgð á frægð viðkomandi einstaklinga er líklegt að viðkomandi muni sýna þessum vökva mikinn áhuga - ef myndir af viðkomandi myndu hætta að birtast í blöðunum er hætt við að frægðin myndi gufa upp.
Það sem Púkanum finnst hins vegar athyglivert með þennan vökva er hvort einhverjir muni flytja hann inn í þeim tilgangi sem hann var upphaflega markaðssettur - til að fela númeraplötur bíla svo sjálfvirkar myndavélar (sem taka myndir af bílum sem fara yfir á rauðu ljósi, aka yfir hraðamörkum eða keyra gegnum gjaldtökustaði án þess að greiða fyrir) nái ekki mund af númeraplötunni.
Púkanum varð þá hugsað til náungans sem krafðist endurgreiðslu á radarvaranum sínum eftir að hann fékk fyrstu sektina - ætli það endurtaki sig með þennan vökva ef einhver fer að flytja hann inn til að auðvelda mönnum að komast hjá sektargreiðslum vegna lögbrota?
Ný vara ver fræga fólkið fyrir papparazzi ljósmyndurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.