Allt sem fer upp

10kronurÞað er ekkert launungarmál að Púkinn fagnar gengislækkun krónunnar, þótt lítil sé, enda er styrkur hennar kominn út fyrir öll velsæmismörk.

Púkinn hefur hins vegar efasemdir um að gengislækkunin verði nægjanleg til að koma krónunni á "eðlilegt" ról, því til þess þyrfti alvöru hagstjórn hér á landi, ekki þetta endalausa vaxtahækkunarrugl hjá Seðlabankanum.

Vandamálið er í raun það að vaxtahækkanir Seðlabankans ná alls ekki að gera það sem til er ætlast - Púkinn vill jafnvel halda því fram að þessi aðferð hafi eingöngu þau áhrif að gera hrunið sársaukafyllra þegar það kemur.

Hagfræðilkenningar segja að hátt vaxtastig seðlabanka slái á eftirspurn eftir lánsfé, sem aftur valdi því að allt efnahagskerfið kólnar niður og verðbólga minnkar.  Vandamálið er bara það að hér á íslandi eru menn ekkert neyddir til að taka lán á þessum ofurvöxtum (nú, nema þeir sem eru svo vitlausir eða óheppnir að þurfa að borga yfirdráttarvexti)  Einstaklingar og fyrirtæki eru jú í vaxandi mæli að taka erlend lán og þar hefur vaxtastig Seðlabankans ekki þau áhrif sem til er ætlast, heldur þvert á móti - háa vaxtastigið hvetur aukinnar lántöku.  Ástæða þess er að sjálfsögðu sá að hátt vaxtastig gerir útgáfu jöklabréfa áhugaverða, sem veldur stöðugu innstreymi gjaldeyris, sem aftur styrkir krónuna, sem síðan gerir það að verkum að erlendu lánin verða hagkvæmari og hagkvæmari.

Nei, háa vaxtastigið er ekki að virka.

Meðan núverandi ástand varir er útflutningsfyrirtækjunum að blæða út, innflutningsfyrirtækin græða sem aldrei fyrr og þjóðin er á bjartsýnisfylliríi - menn telja sig aldrei hafa haft það betra, en átt sig ekki é því að þessi spilaborg gætur hrunið hvenær sem er.


mbl.is Gengi krónunnar lækkar um 1,16%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Vandinn er að það eina sem hægt er að gera hagstjórnarlega er að lækka vexti og hemja ríkisútgjöld.  Nú er komin ný ríkisstjórn með nýjum samstarfsflokki.  Sá flokkur hefur ekki steið við völd áður og verður eflaust framkvæmdagleði þar á bæ.

Handvirk gengisfelling kemur ekki lengur til greina.

Kannski væri hægt að spyrna við innflutningi með því að skella á flötum 5% innflutningstolli á allar vörur en ekki er líklegt að Sjálfstæðisflokkur myndi nokkurn tíman kvitta undir slíkt (fyrir utan það að óhljóðið í kjósendum hræðir þá eflaust) og ekki einu sinni víst að það standist lög.

Hvað er annað til ráða? 

Árni Steingrímur Sigurðsson, 4.6.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Púkinn

Það er fátt til ráða.  Ef seðlabankanum væri gert að lækka vexti, þá er hætt við að jöklabréfaeigendur myndu flýja, sem aftur leiddi til gengisfalls, sem myndi leiða til hækkunar á innfluttum vörum, sem myndi koma fram sem verðbólga...

Púkinn vill reyndar meina að sú verðbólga sé þegar til staðar - hún sé bara falin meðan vöxtunum er haldið uppi.

Púkinn, 4.6.2007 kl. 13:02

3 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Ég var að hugsa um þetta í morgun.  Módelið sem mér datt helst í hug er ofurkældur vökvi.  Eins gott að atómin komist ekki á hreyfingu og sleppi því hreyfiorkunni í skyndingu.  Orkan tapast úr kerfinu og allt stirðnar í hvelli.

Árni Steingrímur Sigurðsson, 4.6.2007 kl. 13:11

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Áttu von á áframhaldandi lækkun? 

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.6.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband