Föstudagur, 8. júní 2007
Nicola Tesla
Það er í sjálfu sér athyglivert að menn skuli leita leiða til að flytja rafmagn á þráðlausan hátt, en það er hins vegar ekki nýtt, en rúm 100 ár eru síðan serbneski uppfinningamaðurinn og sérvitringurinn Nicola Tesla hóf rannsóknir á því sviði.
Tesla á heiðurinn af mörgum mikilvægustu uppfinningum nútímans, svo sem riðstraumskerfum og útvarpinu, þótt oft hafi aðrir fengið heiðurinn af þeim en hann var sérkennilegur í háttum og geðheilsa hans var dregin í efa af sumum.
Púkinn hvetur alla sem hafa áhuga á sérvitrum snillingum til að lesa um Nicola Tesla - það má t.d. byrja hér á Wikipedia.
Þráðlaust rafmagn er staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Free eletricity here I come :)
Annars er þetta ekki soldið hættulegt dæmi svona heilsufarslega séð?
DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 10:17
Það sem gerir Tesla svo merkilegan er hversu honum tókst vel að gera mörkin milli vísinda og vísindaskáldskapar óljós. Hann hafði þannig ótrúleg áhrif á "popular culture" tuttugustu aldarinnar.
David Bowie gerði honum ágæt skil í kvikmyndinni "Prestige" sem kom út í fyrra...ágætisræma.
Róbert Björnsson, 8.6.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.