Er tölvan þín uppvakningur?

zombiecomputerFjölmargar tölvur eru nýttar á ólöglegan hátt án vitundar eigenda þeirra. Þetta er gert á þann hátt að "bakdyrum" er komið fyrir í tölvunum, en þau forrit leyfa utanaðkomandi aðila að yfirtaka tölvuna.  Svona tölvur eru síðan tengdar saman í svonefnd "botnet", sem er stjórnað af einum aðila, til dæmis til að senda út ruslpóst, en annars er hægt að leigja þessi "botnet" til hvers sem er.

Stakar tölvur í netinu eru nefndar "zombies", enda eru þær eins og góðum uppvakningum sæmir algerlega viljalaus verkfæri í höndum óþjóðalýðs.

Eitthvað mun vera um svona "zombie" tölvur hér á landi, þótt Púkinn hafi ekki ákveðnar tölur handbærar um fjölda þeirra.

FBI hefir hins vegar verið að reyna að leita uppi svona "botnet", en það er gert í samvinnu við Symantec fyrirtækið.  Þeir sem hafa áhuga á að athuga þeirra tölvur eru hluti af einhverju slíku "botnet" geta fylgt þessum hlekk til Symantec og tekið þátt í prófunum á AntiBot forriti þeirra.


mbl.is FBI berst við uppvakninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LM

Linux er engin trygging fyrir zombie-isma.  Útbreiddur misskilningur.

LM, 14.6.2007 kl. 21:43

2 identicon

Ekki hef ég orðið fyrir neinu svona og þó hef ég notað windows í áraraðir

Kannski mesta hættan sé að fólk veit ekkert hvað það er að gera, tekur við öllu, keyrir allt upp, keyrir alltaf sem admin, engar og eða útrunnar varnir blah
Svona eins og 99% af fólki í umferðinni væri ölvað og dópað

DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Púkinn

Jamm..."fólk er fífl" er stundum eina skýringin sem maður finnur.

Púkinn, 14.6.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Ég hugsa að WoW geri tölvuna mína örugga. Mest notaða forritið og engin ástæða til að setja neitt annað inn

Árni Steingrímur Sigurðsson, 15.6.2007 kl. 08:42

5 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Finnst svona hálf sorglegt og hálf fyndið hvað enginn tekur þessu alvarlega, enn og aftur eru það bara tölvugúrúanir sem gera sér grein fyrir hættunni :) Fólk sussar og sveiar yfir hraðakstri á moggabloggi meðan það eru ágætar líkur að tölvan þeirra sé að brjóta fjölmörg alþjóðalög, árásir á fyrirtæki og ruslpóstur í tonnatali ;P

Ósýnilega hættan...

Gunnsteinn Þórisson, 15.6.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband