Fimmtudagur, 19. júlí 2007
Loksins rigning!
Loksins, loksins er farið að rigna hér á suðvesturhorninu. Púkinn var orðið meira en lítið þreyttur á ástandinu undanfarið - ekki þó beint þeyttur á sólskininu sem slíku, heldur á þeirri stöðu sem Púkinn hafði komið sjálfum sér í.
Það var nefnilega þannig að fyrir mánuði voru þökur lagðar á stórt svæði í kringum sumarbústað Púkans, og til að þær skemmdust ekki í þurrkinum þurfti Púkinn að sjá til þess að þær fengju vökvun.
Þetta þýddi að tvisvar á dag varð Púkinn að skjótast upp í sumarbústaðinn til að færa til úðarana sem hafa verið í gangi nokkurn veginn linnulaust allan sólarhringinn síðustu vikurnar.
Úff...
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Já, það mátti alveg gera smá vætu...
Sigurjón, 19.7.2007 kl. 21:50
Loksins komið gott veður í Svíþjóð (Smálöndum) og eins og venjulega þá verður veðrið þá ver á Íslandi.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.7.2007 kl. 21:49
Tilkynning til alla blogg-vini!
Ég ætla að vera smá hallærislegur og senda mína tillögu um betra blogg til vefstjóra blogg.is. því vill ég spyrja þig um að kíkja á þetta rugl mitt og segja þína skoðun með því að kjósa á vinstri dálk. Ef þú ert búinn að kjósa eða hefur engan áhuga á þessu… þá skil ég þig.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.7.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.