Lítill heimur stundum

Púkinn ætlar ekki að skrifa um þann harmleik sem átti sér stað nýverið þegar maður var skotinn, að öðru leyti en því að minnast á hvað samfélag okkar hér á Íslandi er í raun lítið.

Það hefur verið sagt að hér á Íslandi sé keðja á milli manna aðeins að lengd 2, þ.e.a.s. fyrir sérhverja tvo einstaklinga A og B, þá sé til X, þannig að A og X þekkjast og sömuleiðis X og B.

Þetta var einmitt rauninn með Púkann í þessu máli, sem hvorki þekkti morðingjann né hinn myrta, en þekkir hins vegar marga vinnufélaga hins myrta svo og vin morðingjans sem hann gisti hjá skömmu fyrir atburðinn.

Já, þetta er lítill heimur stundum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sérstaklega hér í þessu landi frændsemi og tengzla.

Sigurjón, 31.7.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Gott hjá púkanum:)

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.7.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband