Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Að velja sér apótek
Nú er það ekki þannig að lyfjakostnaður sé meðal stærstu útgjaldaliða Púkans, en þó - á þriggja mánaða fresti þarf Púkinn að lalla út í apótek með lyfseðlana sína til að fá það sem til þarf til að halda blóðþrýstingnum og bakinu í góðu lagi.
Púkinn hefur lengst af verslað við stóru keðjurnar, en síðast varð breyting þar á - þessi lyf voru núna keypt hjá einu af litlu, sjálfstæðu apótekunum.
Sömu lyf frá sama framleiðanda - sama "þjónustustig", en verðið var ekki það sama. Í stað þess að borga 5514 krónur borgaði Púkinn 4208 krónur.
Með öðrum orðum - verðið hjá stóru keðjunni var 31% hærra en hjá litla apótekinu.
Þótt þetta séu ekki stórar upphæðir, þá safnast þetta upp - munurinn er rúmar 5000 krónur á ári og þær krónur má nota í eitthvað gáfulegra en að styðja verslanakeðju sem með yfirgangi er búin að bola allmörgum litlum apótekurum í burtu.
Nei, hér eftir er ljóst að Púkinn fær sér frekar gönguferð upp í Skipholt þegar hann á leið í apótekið heldur en að versla við stóru keðjuna.
Athugasemdir
Þetta er svona eins og sparnaðarráð í boði McDonalds. Fyrir verðmuninn geturðu allavega fengið þér vænan borgara og meððí eftir göngutúrinn!
Haukur Nikulásson, 15.8.2007 kl. 11:58
Þótt verðið væri það sama þá finnst mér eðlilegra að versla við litlu sjálfstæðu apótekin, það er komið nóg af keðjum sem gleypa allt og minnka svo þjónustuna og hækka gjöldin þegar samkeppninni er útrýmt. Auk þess finnst mér skemmtilegra að eiga beint samskipti við þann sem ég er að styðja heldur en eitthvað ópersónulegt fyrirtæki.
Gúrúinn, 15.8.2007 kl. 12:56
...og Lyf og Heilsa er reyndar í eigu....
...sem er í eigu...
Yeah you guessed it.
Ólafur Þórðarson, 16.8.2007 kl. 04:48
Ég fer alltaf í Garðsapótek. Það er með því ódýrasta og svo eru fallegar stelpur að afgreiða þar...
Sigurjón, 18.8.2007 kl. 02:39
Ég, þrátt fyrir að búa í Keflavík, geri mér ferð í Garðsapótek, áður fór ég í Rimaapótek, en Garðsapótek er með svipaða verðlagningapólitík. Stóru keðjurnar eru búnar að verðeggja sig út af markaðnum að mínu mati...
Kebblari, 24.8.2007 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.