Um "skírlífi" kaþólskra presta

Þótt þess sé nú almennt krafist að kaþólskir prestar og biskupar séu skírlífir, þá hafa þeir nú ekki allir tekið það mjög alvarlega,  en það er nærtækast að benda á að allir Íslendingar (að nýlegum innflytjendum undanskildum) eru afkomendur Jóns biskups Arasonar - síðasta kaþólska biskupsins á Íslandi.

Þessi krafa um skírlífi er annars merkileg - hún tíðkaðist ekki á fyrstu öldum kristninnar, og var fyrst formlega sett 1139, og það má rökstyðja að hún hafi fyrst og fremst verið sett til að tryggja að eignir presta héldust innan kirkjunnar, en gengju ekki í arf til afkomenda þeirra.

Það er reyndar athyglivert að um 20% allra kaþólskra presta eru kvæntir, en flestir þeirra eru í Austur-Evrópu, þar sem siðir þeirra eru svipaðri siðum Orthodox kirkjunnar, þótt þeir lúti stjórn páfans - aðrir eru prestar sem voru kvæntir en tilheyrðu öðrum kirkjudeildum áður en þeir gengu til liðs við kaþólsku kirkjuna.


mbl.is „Ég er pabbi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég hélt að núverandi regla hafi verið sett 1556?

Elías Halldór Ágústsson, 28.8.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband