Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Björgum björgunarsveitunum
Fréttir undanfarinna daga af umsvifamikilli leit björgunarsveita að horfnu Þjóðverjunum ættu að duga til að minna landsmenn á hve mikilvæg starfsemi þeirra er. Starfsemi björgunarsveitanna kostar hins vegar sitt en flugeldasala þeirra er langsamlegasta mikilvægasta tekjulindin - það er ekki svo gott að björgunarsveitir landsins byggi á styrkjum frá ríki eða sveitarfélögum.
Vandamálið er hins vegar það að á undanförnum árum hafa ýmsir aðrir verið að seilast inn á svið flugeldasölu - íþróttafélög, trúarhópar, já og jafnvel einkaaðilar sem standa í þessu í hreinu gróðaskyni.
Nú má ekki skilja Púkann þannig að hann sé á móti því að menn græði - síður en svo. Hins vegar gerir Púkinn kröfu um ákveðið siðferði í þessum málum og þegar flugeldasalar eru farnir að villa á sér heimildir, þannig að fólk heldur að það sé að versla hjá björgunarsveitunum þegar það er í raun að styðja einkaaðila, þá finnst Púkanum nóg komið.
Það er að vísu langt til næstu áramóta, en Púkanum finnst samt rétt að minna fólk á mikilvægi björgunarsveitana og vill hvetja alla flugeldakaupendur til að kaupa kaupa hjá þeim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr...kannski ættum við að setja upp lista rétt fyrir flugeldasöluvertíðina og benda fólki á hvar það á að versla. Að villa á sér heimildir, eins og gróf dæmi hafa verið um, er óþokkabragð. Við sláum skjaldborg um okkar vösku sveitir og hunsum þessa óþokka.
Ellert Guðmundsson, 30.8.2007 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.