Föstudagur, 31. ágúst 2007
Endurholdgun í leyfisleysi
Kínversk stjórnvöld munu nýlega hafa samþykkt lög þar sem Búddamunkum er bannað að endurholdgast án heimildar.
Þetta ljómar svolítið furðulega, en mun væntanlega vera svar Kínverja við yfirlýsingu Dalai Lama, þar sem hann tilkynnti að hann myndi ekki endurholdgast í Tíbet meðan hernám Kínverja stæði enn.
Næsti lama mun því væntanlega fæðast meðal útlaga frá Tíbet, sem finnast víða um lönd, þannig að Kínverjar munu ekki geta valið næsta andlegan leiðtoga Tíbeta - en það er væntanlega tilgangurinn með yfirlýsingu Dalai Lama.
Trúarbrögð eru hættuleg - en þegar trúarbrögð og stjórnmál blandast saman er það hálfu verra.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 1.9.2007 kl. 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Skrítið að það sé hægt að banna eitthvað sem er not possibe ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 20:00
Ennþá skrýtnara að leyfa eitthvað sem er not possible...
Sigurjón, 1.9.2007 kl. 01:50
Dalai Lama er með þessu að reyna að forða löndum sínum frá ofsóknum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.9.2007 kl. 12:04
Kemur fram hvernig kínversk stjórnvöld ætla sér að framfylgja þessum lögum?
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 09:50
Sterkur leikur hjá Dalai Lama. Þetta er kallað að skjóta fólki ref fyrir rass.
Villi Asgeirsson, 4.9.2007 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.