Laugardagur, 1. september 2007
"Ég hef týnt belju"
Sumar auglýsingar eru tær snilld (samanber "Changes" auglýsingu Morgunblaðsins), en aðrar eru þannig að Púkinn skilur ekki hvað menn eru eiginlega að hugsa.
Er verið að reyna að búa til auglýsingu sem er svo hræðileg að allir taki eftir henni - þá væntanlega með það í huga að einhver athygli sé betri en engin?
"Ég hef týnt belju" auglýsingin frá Vodafone er dæmi um þetta.
Það sem Púkinn var hins vegar að velta fyrir sér var ekki hvaða auglýsingastofa stæði á bak við þetta, heldur hversu margir húmoristar muni hringja í Vodafone og segjast hafa týnt beljunni sinni....og hvort aumingja fólkið á símanum hafi eitthvað staðlað svar við þessu vandamáli.
Athugasemdir
hehe... heyrði þessa um daginn... beljuauglýsinguna. Hún gæti nú bara verið svolítið fyndin ef hún væri betur leikin. En ég skil pælinguna. Sumir virðast beinlínis sækjast eftir neikvæðri athygli (frekar en engri)
Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 16:09
En hún fékk mína athygli og er það ekki málið ...
Halla Rut , 2.9.2007 kl. 12:32
Ég hélt að það væri þannig að neikvæð athygli væri slæm í auglýsingabransanum. M.ö.o. að neikvæð auglýsing væri verri en engin.
Sigurjón, 2.9.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.