Trúarbrögð skaðleg?

atheist-ghost-buster.thumbnailPúkinn fagnar þeirri niðurstöðu að næstum annar hver Breti telji trúarbrögð skaðleg - en betur má ef duga skal.

Í gegnum mannkynssöguna hafa trúarbrögð verið einn versti skaðvaldurinn sem mennirnir hafa fundið upp.  Fjöldamorð hafa verið fram í nafni trúarbragða og þau notuð sem stjórnunartæki til að halda þjóðfélagshópum niðri.

Sem betur fer hafa trúarbrögðin ekki lengur þau kverkatök á vestrænum þjóðfélögum sem þau höfðu á fyrri öldum, en margt er í raun líkt með miðöldum Vesturlanda og sumum löndum múslíma í dag hvað þetta varðar.  Kirkjunnar menn komu því til leiðar að fólk var tekið af lífi hérlendis, fyrir sakir sem þættu lítilvægar í dag, en sama á við um sumt í Sharia lögum múslíma frá sjónarhóli okkar.

Nei, sem betur fer hefur samfélag okkar þróast þannig að trúarbrögð skipta flesta litlu sem engu máli - flestir láta ekki gamlar skræður, samdar af misvitrum mönnum í ólíkum menningarsamfélögum ráða gerðum sínum.

Því fleiri sem hugsa sjálfstætt, í stað þess að láta trúarbrögðin stjórna hugsun sinni, því betra.


mbl.is Annar hver Breti telur trúarbrögð skaðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála Púkanum. Ég var reyndar að þýða hluta úr ræðu þar sem skýrt er út hvernig trúarbrögð hafa hugsanlega orðið til. Endilega kíktu og segðu mér hvað þér finnst.

Villi Asgeirsson, 3.9.2007 kl. 13:01

2 identicon

Ekki gleyma því að ofsatrúarmenn eru að ná sér verulega á strik í USA... það er ein mesta hætta sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag

DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Púki, ofsatrú er skaðleg, en trúleysi skapar gjarnan tómarúm sem tekur hvað sem er inn. Hvernig væri Ísland t.d. ef mildasti angi Lútherstrúar hefði ekki náð fótfestu hér? Eða stórir hlutar Asíu ef umburðarlynd Búddatrú hefði ekki komið til? Flestum er trú nauðsynleg. En öfgar í trú og fleiri þáttum lífsins koma í veg fyrir frið, sem er nauðsynlegur til þess að manneskjur blómstri.

Ívar Pálsson, 3.9.2007 kl. 15:06

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Trúarbrögð hafa öll verið hönnuð af mönnum og því vart hægt að kalla þá trúlausa sem hafna þeim. Ég trúi td. ekki austurlenskum ævintýrum um jesú og kó en útiloka þá ekki að til sé einhvers konar alheimsandi. Það eru hins vegar alls engar líkur á að slíkur andi væri að spá alveg sérstaklega í mér, þér eða Gunnari í krossinum og að hóta okkur eldi og brennisteini vegnar alveg sérstakrar ástar á okkur. Að sjálfsögðu getur sköpun aldrei skilgreint skapara sinn, það segir sig sjálft.

Lygasögur eru ávallt til ills og grafa undan og spilla, alveg sérstaklega ef þær eru notaðar af yfirvöldunum sem stjórntæki.

Baldur Fjölnisson, 3.9.2007 kl. 17:21

5 Smámynd: Sigurjón

Algjölega sammála hverju orði Púkans hérna!

Sigurjón, 3.9.2007 kl. 23:44

6 Smámynd: Friðrik Páll Friðriksson

[Tilvitnun:]
"Því fleiri sem hugsa sjálfstætt, í stað þess að láta trúarbrögðin stjórna hugsun sinni, því betra."


Ég er nú alls ekki sammála þinni grein eða þeim orsökum afhverju heimurinn er í rugli í dag og heldur ekki skilgreiningu trúleysingja á trú (fer kannski í það seinna). En þessi orð þín um að hugsa sjálfstæt vöktu sérstaka athygli mína. Ég spyr þig, ertu að hugsa sjálfstætt með því að VELJA að trúa ekki? Er ég að hugsa sjálfstætt með því að VELJA að trúa? Ég tel að svarið við báðum þessum spurningum sé "Já". Ég hef minn frjálsa vilja og kýs því að rástafa hugsun minni eftir því sem ég tel rétt og best, rétt eins og þú gerir væntanlega. Málið snýst kannski um það að þú telur líf þess sem trúir vera verra en þess sem gerir það ekki. Getur þú staðfest það? Getur þú sýnt frammá að líf einstaklings sem trúir sé verra en þitt eigið?

Ef við tökum múslima sem dæmi, þá velja flestar konur að hilja sig að einhverju leiti og vera þannig í takt við trú sína. Getur þú sagt að val þeirra sé eitthvað verra en val þitt (ef þú ert kona) að hylja þig ekki? Þær virðast ekki verða fyrir einhverjum skaða og ekki virðast þær kvarta. En ég verð þó að segja að það eru staðfest tilvik þar sem konur eru neyddar til þessa og vilja ekki gera þetta og er það ekki gott þar sem við eigum að hafa nokkuð sem heitir FRJÁLS VILJI og Sameinuðu Þjóðirnar telja að heimurinn eigi að njóta þeirra mannréttinda, sem og Guð gerir. Málið er bara það að allar þjóðir virðast ekki veita fólki þau réttindi og t.d. í Mauritaniu (múslima ríki) þá er dauðasök við því að hafa trúskipti. Ekkert af þessu er af hinu góða þar sem Guð gefur okkur frjálsan vilja og þar með eru kristnir einstaklingar væntanlega frjálsir til þess að velja og hafna Guði.

Ég skrifaði reyndar annað svar við svipuðum spurningum hjá honum DoktorE en hef ekki ennþá fengið svar frá honum. http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/301899/

Friðrik Páll Friðriksson, 7.9.2007 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband