Kafbátahöfn í Reykjavík!

paul-allens-submarine_48Íslenskir milljarðamæringar fylgjast ekki með auðmannatískunni.  Nei, þeir eru önnum kafnir við að kaupa sér einkaþotur og þyrlur, þegar allir vita að það er enginn milli með millum nema hann eigi sinn eigin einkakafbát.

Sjáið til dæmis þennan gula kafbát hér - sérsmíðaður fyrir Paul Allen (sem stofnaði Microsoft ásamt Bill Gates) fyrir litlar 12 milljónir dollara. 

Svona eiga alvöru millafarartæki að vera.

En, eitt stendur í vegi fyrir kafbátavæðingu  íslenskra auðmanna - skortur á góðri kafbátahöfn í Reykjavík.

Eða hvað?  Er ekki neðsti bílakjallari tónlistahallarinnar undir sjávarmáli?  Lítið mál að opna bara lúgur út í haf svo menn geti siglt inn á kafbátunum sínum.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband