Réttindalausir unglingar á torfæruhjólum

Púkinn hefur verið að velta fyrir sér hvað sé að hjá þeim foreldrum sem leyfa börnum sínum að aka réttindalaus á torfæruhjólum, en verður að viðurkenna að hann hefur ekki komist að niðurstöðu.

Það er hins vegar eitt sem Púkinn er viss um og það er að foreldrarnir verða argir ef þeir heyra að Púkanum finnist ekki allit í lagi með viðkomandi, og líta sennilega bara þannig á að þetta séu "bara strákar að leika sér."

Púkinn lítur hins vegar þannig á að þarna séu óábyrgir foreldrar að kenna börnum sínum að það sé allt í lagi að hafa lög og reglur að engu og það sé allt í lagi þótt maður slasi sig - það verður bara lappað upp á mann á kostnað samfélagsins.

Er ekki eitthvað að þessu? Eru foreldrarnir bara að bíða efir alvarlegra slysi?


mbl.is Unglingsdrengur slasaðist á torfæruhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Tek undir með þér, Púki góður, um þetta

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.9.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband