Útlendingarnir mínir

Það er enginn maður með mönnum nema hann hafi útlendinga í vinnu þessa dagana - já og helst heilan hóp.  Ýmsir kvarta yfir mörgu sem þessu fylgir - sumir tala um undirboð á íslenskum vinnumarkaði, en aðrir kvarta yfir því að fá ekki lengur viðunandi afgreiðslu í verslununum sínum þar sem afgreiðslufólkið talar ekki íslensku.

Í gegnum tíðina hefur Púkinn unnið með fólki frá mörgum löndum - Argentínu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Búlgaríu, Filippseyjum, Kanada, Póllandi, Rússlandi, Þýskalandi og sjálfsagt fleiri löndum.   Oft er þetta fólk ráðið þar sem ekki finnast Íslendingar með þekkingu á því viðfangsefni sem um ræðir.

Það er hins vegar vandamál þegar ekki finnast heldur umsækjendur innan EES.  Nýlega auglýsti fyrirtæki Púkans nokkur störf og tveir hæfustu umsækjendurnir voru frá Indlandi.

Uss-fuss, það má ekki ráða "þannig fólk" til landsins.  Ef atvinnuleyfi fengist yfir höfuð, þá myndi það taka marga mánuði.  Púkinn getur ekki beðið eftir því.  Niðurstaðan - starfinu er núna sinnt af starfsmenni búsettum erlendis.  Þekkingarsköpunin verður eftir erlendis og skattarnir líka, en það er víst þannig sem Útlendingastofnun vill hafa það.

Önnur lönd sem einnig búa við skort á sérfræðingum hafa sveigjanlegra kerfi - í Danmörku mun reglan t.d. vera sú að ef laun starfsmanna eru yfir ákveðnum mörkum er litið á viðkomandi sem "sérfræðing" og atvinnuleyfisumsóknin fær flýtimeðferð gegnum kerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband