Hundalíf

GibsonPA_468x460Á flakki sínu um netið rekst Púkinn stundum á myndir sem honum finnst þess virði að deila með öðrum.  Guinness heimsmetadagurinn var nýlega og eitt af því sem gert var í tilefni hans var að taka mynd af stærsta og minnsta hundi heims saman.

Gibson er Stóridani, sem er rúmlega 2 metrar á hæð þegar hann stendur á afturfótunum, en Boo Boo er hins vegar Chihuahua sem nær rétt rúmlega 10 cm hæð og væri ekki meira en hálfur munnbiti fyrir stóra frænda sinn.

Já, "frænda", því allir hundar eiga jú sameiginlega forfeður í hópi úlfa, fyrir ef til vill ekki nema 10.000 árum síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skyldu svona hundar geta átt börn og buru saman.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.11.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Púkinn

Tja....ef faðirinn er Chihuahua og fær nauðsynlega aðstoð, t.d. með tröppum, þá ætti það að vera hægt.  Hvað ætti að kalla slíka blendinga?  "Greathuahua" ?

Púkinn, 11.11.2007 kl. 17:52

3 Smámynd: Einar Indriðason

Með tröppum? BWAHAHAHAHA!!!!!

Einar Indriðason, 11.11.2007 kl. 18:56

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 12.11.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband