"Brúðkaup aldarinnar" - hvað á að gefa fólki sem á allt?

jon_og_ingibjörgpgPúkinn er ekki á gestalistanum fyrir "brúðkaup aldarinnar", en hann leyfir sér samt að velta fyrir sér vandamálinu við að finna viðeigandi gjafir handa fólki sem á allt .. og á líka verslanir þar sem hægt er að kaupa nánast allt.

Púkinn og félagar hans ræddu þetta vandamál í gær og ýmsar hugmyndir komu fram - sumar raunhæfar, en aðrar litaðar svolítilli hæðni eða öfund.

Hvað um það - hér er topp-5 listinn

  1. Sérsmíðaður, gullhúðaður iPod, eða annað sambærilegt tæki (sjá mynd hér að neðan). 
  2. Segl fyrir lystisnekkju.  Þetta er ætlað til að bæta ímynd snekkjunnar og gera hana vistvæna. (sjá mynd hér að neðan)
  3. Gjafabréf í Nóatúni. ("Alveg öruggt að þetta eiga þau ekki")
  4. Fjarðarkaup. (Þ.e.a.s. að kaupa verslunina, setja bleikan borða utan um hana og gefa þeim hana)
  5. Láta gera brunn í Afríku, merkja hann hjónunum í bak og fyrir og gefa þeim bréf upp á að þessi tiltekni brunnur sé nú tileinkaður þeim.

Fleiri tillögur?

gold-ipod_48kite-sailing-kitano-yacht_48


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ykkur langar að berja dýrðina augum þá verður brúðkaupsveislan haldin á Listasafni Reykjavíkur.  Ég frétti það hefði átt að vera sýning í grafíkfélaginu þennan sama dag, en þegar listamaðurinn fór á staðinn til undirbúnings var búið að leggja stórum gám fyrir framan innganginn í sýningasalinn.  Brúðhjónin væntanleg eru búin að leigja öll bílastæðin hafnarmeginn og setja þar niður gám.  Sýningin var því færð til um viku.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 15:08

2 Smámynd: Einar Indriðason

"Við vorum rausnarleg og keyptum nafn á þorpsgeitina.  Nú heitir þorpsgeitin 'Jón Ásgeir', megi hún mjólka vel og lengi fyrir ykkur."

Einar Indriðason, 15.11.2007 kl. 15:24

3 Smámynd: Kári Harðarson

Flestir lúxusjeppar eru mest notaðir sem símaklefar fyrir eigendur.

Þess vegna er hægt að fá sérstaka Range Rover drullu í spraybrúsum hjá umboðinu til að sprauta á bílinn ef maður vill láta hann líta út eins og hann hafi farið út fyrir veg.

Ég myndi splæsa á einn brúsa...

Kári Harðarson, 15.11.2007 kl. 16:49

4 Smámynd: Bara Steini

Kannski gönguskó... bara gá hvort þau fatti til hvurs þeir eru brúkanlegir...

Bara Steini, 15.11.2007 kl. 17:36

5 Smámynd: Sigurjón

Hvað með gælustrút?

Sigurjón, 16.11.2007 kl. 03:10

6 Smámynd: Púkinn

Gælustrútar eru góðir ... nauðsynlegir á sérhvert menningarheimili.

Púkinn, 16.11.2007 kl. 10:26

7 Smámynd: Ólafur Björnsson

Svarið við spurningunni "Hvað á að gefa fólki sem á allt", er einfalt:

Ekki neitt. 

Ólafur Björnsson, 19.11.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband