Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Tónlist meðalmennskunnar - 500 bestu lög allra tíma
Púkinn hefur fengið að heyra það oftar en einu sinni að hann hafi hræðilega "mainstream" tónlistarsmekk og enn ein staðfesting fæst á þessu þegar listi Rolling Stone tímaritsins yfir 500 bestu lög allra tíma er skoðaður (sjá þennan hlekk).
Púkinn er nefnilega alveg virkilega sáttur við þann lista og finnur á honum mörg af sínum uppáhaldlögum.
Við athugun á listanum kom meira að segja í ljós að af 100 efstu lögunum á listanum var Púkinn með 72 inni á tölvunni hjá sér, en þangað er nú allt geisladiskasafnið komið.
Fyrir þá sem ekki nenna að fylgja hlekknum hér að ofan, þá er topp-10 listi Rolling Stone svona:
1. Like a Rolling Stone, Bob Dylan
2. Satisfaction, The Rolling Stones
3. Imagine, John Lennon
4. What's Going On, Marvin Gaye
5. Respect, Aretha Franklin
6. Good Vibrations, The Beach Boys
7. Johnny B. Goode, Chuck Berry
8. Hey Jude, The Beatles
9. Smells Like Teen Spirit, Nirvana
10. What'd I Say, Ray Charles
Athugasemdir
Bara geisladiskasafnið?
Eru engin lög sem halað var niður á internetinu inni í þessu safni?
Einar Jón, 22.11.2007 kl. 16:28
Það eru nokkur lög af netinu í safni Púkans - nánar til tekið var þeim hlaðið niður héðan
Þetta eru nokkur af lögum hljómsveitarinnar The Nails, sem voru gefin út á plötunni Corpus Christi, en meðlimir þeirrar hljómsveitar líta svo á að þeir hafi verið hlunnfarnir af útgefanda sínum, þar sem þeir fá ekki krónu af sölu plötunnar. Þeir settu því sínar eigin útgáfur af lögunum á vefinn - endurgjaldslaust.
Afgangurinn samanstendur af lögum af 400-500 geisladiskum sem Púkinn á.
Púkinn, 22.11.2007 kl. 16:44
Ekki eitt lag á topp 10 sem ég myndi spila, óumbeðinn. Ég er greinilega ekki alveg meinstrím.
Úff, einhvern tíma hefur það tekið, að rippa 400 - 500 diska.
Brjánn Guðjónsson, 22.11.2007 kl. 21:52
Já þetta er frábær listi, sem ætti að vera spilaður fram og aftur á útvarpsstöðvunum.
Guns N´Roses er á top 500 rock lista sem er í gangi á netinu. Þeir þurftu að gera sér lista til þess að þeir kæmust á blað
Valsól (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 09:19
það er eitt & eitt gott lag þarna en í mínum eyrum er mikið af þessu bara rusl & mörg lög hreinlega vantar
DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 10:57
Já, hvar er Toccata & Fuga í d-moll eftir Bach? Það er bezta lag allra tíma...
Sigurjón, 24.11.2007 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.