Mánudagur, 26. nóvember 2007
Nýtt útlit mbl.is og blog.is
Það má vel vera að Púkinn sé bara íhaldssamur í eðli sínu, en hann er ekki alls kostar sáttur við nýja útlitið á mbl.is og blog.is. Það er reyndar ekki auðvelt að skilgreina nákvæmlega í hverju sú óánægja felst - kannski sá Púkinn bara enga þörf fyrir breytingar breytinganna vegna.
Það er hinsvegar ergilegra að sumir hlutir virka bara hreinlega ekki. Nú er búið að bæta við nokkrum nýjum bloggflokkum, eins og "Menntun og skóli", "Spaugilegt" og "Viðskipti og fjármál".
Gott mál, en sé einhver af þessum flokkum valinn af forsíðunni birtist
Internal Server Error
The server encountered an internal error or misconfiguration and was unable to complete your request.Please contact the server administrator, webmaster@mbl.is and inform them of the time the error occurred, and anything you might have done that may have caused the error.
More information about this error may be available in the server error log.
Sömuleiðis, ef Púkinn skrifar nýja grein, þá standa þessir nýju flokkar ekki til boða í flokkalistanum. Var einhver að flýta sér aðeins of mikið?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 09:22 | Facebook
Athugasemdir
Sem vefhönnuður hef ég margt út á þetta útlit að setja. Mér finnst þeir hefðu átt að fá mig í verkið.
Egill Harðar (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 11:30
Ég er mjög óánægður með þetta útlit, minnir of mikið á Vísi.is og það bull sem þar er í gangi
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, 26.11.2007 kl. 13:26
Mig langar að spyrja mér reyndari bloggara í tengslum við bloggflokka. Skiptir einhverju máli hvort maður velur bloggflokka? Hefur það eitthvað að segja og ef svo er, þá hvað?
Ég er ekki búin að blogga lengi og held að ég hafi aldrei áttað mig á að velja bloggflokk.
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.11.2007 kl. 13:28
Sammála Einkamál; ég hélt fyrst að ég hefði ramblað inn á Vísis síðuna
kiza, 26.11.2007 kl. 15:58
Ég er líka sammála... algjör óþarfi að breyta. Einnig finnst mér orðið mjög óþægilegt að greina í sundur fyrirsagnirnar og textann í fréttinni á forsíðunni... kannski bara ég
Hulda (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:31
heheh fyrst að allir eru sammála.. þá verð ég að vera ósammála þetta úlit er bara alveg ágætt.. stílhreint og fínt.. þið þurfið bara að venjast því....
Guðný Lára, 26.11.2007 kl. 18:32
Ég er sáttur við þetta útlit. Annars tekur alltaf smá tíma að venjast breytingum, fólk er svo íhaldssamt
Sveinn Atli Gunnarsson, 26.11.2007 kl. 19:07
Já Púki - það er líklega rétt að einhver hafi verið að flýta sér of mikið. En úr því hefur verið bætt, nú er bæði hægt að skrá færslur í þessa flokka og sjá færslur úr þeim á blog.is.
Guðmundur Hreiðarsson, 27.11.2007 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.