Útlendingar á Íslandi

Margir Íslendingar virðast trúa því að þeir séu lausir við fordóma gegn útlendingum, en sé skyggnst aðeins undir yfirborðið verður stundum annað uppi á teningnum.

Það er nefnilega auðvelt að sýna enga fordóma, þegar engir minnihlutahópar eru til staðar í samfélaginu sem fordómarnir geta bitnað á.

Staðan er hins vegar að breytast.  Í sumum sveitarfélögum hafa til dæmis sest að hópar fólks frá ákveðnum löndum og vandamál og fordómar hafa sprottið upp í kjölfarið - fordómar sem bitna jafnvel á fólki frá sömu löndum sem höfðu áður búið þar án árekstra og vandræða árum saman.

Besta dæmið um þetta eru væntanlega Pólverjarnir í Reykjanesbæ.   Þar hafa árum saman búið nokkrar pólskar fjölskyldur í sátt og samlyndi við nágranna sína frá Íslandi eða öðrum löndum.

Svo gerist það að þangað flytja nokkur hundruð Pólverjar - nánast allt einhleypir ungir karlmenn, og margir með einhvern sakaferil í heimalandinu.  Í kjölfarið verður allt vitlaust - slagsmál á skemmtistöðum og blásaklausir Pólverjar eru litnir hornauga af sumum Íslendingum.

Það að skella nokkur hundruð einhleypum, ungum karlmönnum inn í bæjarfélag þar sem þeir eiga ekki rætur er nokkuð líklegt til að valda vandræðum af einu eða öðru tagi, en málið er hins vegar það að það skiptir engu hvaðan mennirnir eru - þetta hefðu allt eins getað verið Íslendingar - það urðu nú oft slagsmál milli heimamanna og aðkomumanna á sumum sveitaböllum hér áður fyrr og þar var nú bara um Íslendinga að ræða.

Þegar aðkomumennirnir eru útlendingar, þá spretta hins vegar upp fordómar gagnvart öllum öðrum af sama þjóðerni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nebbnilega

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við erum öll íslendíngar, rasandi fordómafull inn við beinið þegar á tekur.  Í mínu smábæjarfélagi eru núna undirliggjandi erjur vegna jólahátíðarhelgarátaka á milli innlendra & minna innlendra.  Allur víðsýnn skilníngur & umburðarlyndi gagnvart ókunnum menníngarheimi rokinn út um harðlokaðann gluggann & hjal farið að heyrast um sakaskrárlengd sem að fer gott með að brúa hálfa leiðina til heimalands ljótukalla, ef að satt er.

Skrýtin skepna íslendíngurinn ... 

Steingrímur Helgason, 6.12.2007 kl. 22:30

3 Smámynd: Fishandchips

Já, sannarlega skrítin skepna þessir íslendingar.

Held samt að það sé ekki beint útlendingahatur á ferðinni. Frekar heimaríkið. Þá á ég við, að ef þú og þínir hafið alltaf búið þarna og ef einhver utanaðkomandi gerist svo frakkur að setjast þar að.... Þá er voðinn vís, og skiptir ekki máli hverra þjóðar viðkomandi er. Held við höfum alltaf verið svona, eins og heimaríkir hundar, enginn ókunnugur má koma inn á okkar yfirráðasvæði.

Þessvegna var slegist á böllunum hér í denn. Einhver utanbæjar deli að slefa eftir okkar kvenfólki.

Hef orðið miklar áhyggjur af hinni almennu greind íslendingsins. Henni hefur alla vega ekkert farið fram.

Og gleðileg jól og góðar stundir.

Fishandchips, 7.12.2007 kl. 00:03

4 identicon

Það þíðir ekkert að vera með gamaldags forpoka hugsunarhátt heimurinn er að breitast eigingirni skilar engu leifum fleirum að njóta landsins kosta og gæða.

Diddi (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 07:13

5 identicon

Kenning mín um svona er að það eru lúserar sem ráðast að saklausu fólki, eru basically að kenna þeim um eigin aumingjaskap, þeir nota hvert tækifæri til þess að ráðast að blásaklausu fólki eins og sést vel í málinu í Reykjanesbæ

DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:04

6 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

En hvað skal gera? Ég sjálfur finn fyrir smá útlendinga hatri sem ég kæri mig ekkert um að hafa, en það er erfitt að verjast því þegar fréttir eins og þessar dúndra á mann vikulega, útlendingur gerði hitt og þetta, af og til eitthvað hörmulegt. Ég vann nú með nokkrum pólverjum í sumar, fínasta fólk, án grín líklega eitt af mínum bestu sumrum, bara gleði út í gegn... en svo koma einhverjir svartir sauðir og eyðileggja fyrir öllum, leiðinlegt mál...

Gunnsteinn Þórisson, 7.12.2007 kl. 17:09

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég held að það að taka það fram í fréttum af afbrotum frá hvaða landi afbrotamennirnir eru auki ekkert við fréttagildi fréttarinnar en sé hins vegar til að ala á fordómum. Ég er þeirrar skoðunar að fjölmiðlar hér á landi ættu að taka upp sams konar samstöðu og þá að byrta ekki nafn fólks, sem deyr í slysum fyrr en búið er að ná í alla aðstandendur, um að nefna ekki þjóðerni sakamanna nema það hafi eitthvert fréttagildi.

Heiðursmorð er dæmi um afbrot þar, sem uppruni morðingjans hefur fréttagildi vegna þess að siðir frá heimalndi morðingjans eru orsök morðsins. Það að þjófagengi sé frá Litháen eða að ölvaður ökumaður, sem ekur á barn sé frá Póllandi hefur ekkert fréttagildi að mínu mati frekar en það hefði haft fréttagildi að afbrotamaður sé uppalinn á Selfossi. Dæmið frá Rykjanesbæ sýnir hins vegar hvaða afleiðingar það getur haft fyrir saklaust fólk ef þjóðerni

Sigurður M Grétarsson, 8.12.2007 kl. 12:50

8 Smámynd: Linda

Það eru allir með fordóma, sá sem segist ekki vera með neina fordóma lýgur, svo einfalt er það.  Við verðum að horfast í augu við okkar fordóma, sem kona verð ég að horfast í augu við þá staðreynd að þegar ég mæti Litháum eða Pólverjum fer um mig óhugur svona er þetta bara, en á meðan að bara fer um mig óhugur ekki hatur þá er hægt að bæta úr mínum fordómum, því er ábyrgðin mín að læra og kynnast þessu fólki betur og ekki leyfa þessum 10 sem meiða og særa lita hina sama lit.  Jæja vona að það skiljist það sem ég er að reyna að segja.

Linda, 10.12.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband