Íslensk fyndni 2008 - frumvarp til fjárlaga

Það er ýmislegt í fjarlagafrumvarpinu sem ekki er hægt annað en að brosa að, en það er jafnvel fleira sem flestir hrista væntanlega hausinn yfir og velta fyrir sér geðheilsu ráðamanna þjóðarinnar.

Margir bestu brandararnir eru í því sem nefnist "Sundurliðun óskiptra liða í A-hluta".

Til dæmis eru veittar 1.500.000 vegna "árs kartöflunnar", en til samanburðar  fær Daufblindrafélagið 1.200.000.

Það eru veittar 10.000.000 vegna niðurrifs frystihúss í Flatey, en það er sama upphæð og samanlagðar fjárveitingar til Félags áhugafólks um Downs-heilkenni, Barnaheilla, Félags einstæðra foreldra, Félags heyrnarlausra, Samhygðar og Samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Púkinn vill að gefnu tilefni taka fram að hann hefur ekkert á móti selum, en honum finnst athyglivert að Selasetur Íslands og selaskoðunarstaður á Illugastöðum á Vatnsnesi fá samanlagt 20.000.000 - en það er fjórfalt meira heldur en veitt er til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Já, það er nú aldeilis gott að forgangsröðunin er á hreinu þegar það kemur að því að úthluta peningum úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.

Áhugasamir geta lesið meira hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Við hverju býstu af þessu atvinnutrúðaleikhúsi?  Sem betur fer hafa alþingismenn langt og gott frí... þeir gera þá ekkert af sér á meðan á Alþingi.  Nóg er nú samt.

Einar Indriðason, 10.12.2007 kl. 19:25

2 Smámynd: Sokkabrúða

Jú, þetta er allt úthugsað. Mikið verða nú daufblindir ánægðir þegar þeir fá að smakka á öllum þessum kartöflum.

Sokkabrúða, 11.12.2007 kl. 00:59

3 Smámynd: Púkinn

Selasetrið á Hvammstanga fær reyndar 15 milljónir, ekki 10 - það er annar liður neðar.

Púkinn, 11.12.2007 kl. 09:10

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta púki.  Manneskjan í fyrirrúmi, já já og sæll.  Ég er ekki minna en brjáluð.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 12:07

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hætti aldrei að furða mig á forgangsröðuninni í þjóðfélaginu. Takk fyrir þarfa ábendingu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.12.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband