Mánudagur, 17. desember 2007
Jólavertíð hjá Íslendingabók
Púkinn hefur veitt því athygli að óvenjulega margir virðast vera að nota íslendingabok.is þessa dagana. Eftir ofurlitla umhugsun áttaði Púkinn sig á því sem er væntanlega skýringin - jólakort.
Fólk er að athuga hluti eins og "Hvað heitir nýja konan hans Sigga frænda fyrir vestan?", eða "Hvað skírðu Jón og Gunna aftur þriðju stelpuna sína?"
Það er nefnilega skemmtilegra að hafa rétt nöfn í jólakveðjunum.
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Íslendingabók getur verið nytsamleg.... til dæmis við að skaffa manni systkin sem maður vissi ekki að maður ætti :)
Heiða B. Heiðars, 17.12.2007 kl. 11:25
Tja - það hafa stundum verið villur í gögnunum - alnöfnum ruglað saman og því um líkt, en þær er nú auðvelt að lagfæra. Hitt þekkist reyndar að fólk finni raunveruleg hálfsystkini (og jafnvel er eitt dæmi um alsystkini) sem það vissi ekki af.
Púkinn, 17.12.2007 kl. 11:27
Já.. ég fann hálfsystur sem ég hafði ekki hugmynd um :)
Heiða B. Heiðars, 17.12.2007 kl. 11:31
Heiða, kosta svoleiðis uppákomur ekki bara eitt jólakort til ?
Steingrímur Helgason, 17.12.2007 kl. 13:26
Hehe.. júbb og eru yfirhöfuð bara skemmtilegar
Heiða B. Heiðars, 17.12.2007 kl. 13:46
Já þessi blessaða Íslendingabók, ég reyndar týndi passwordinu mínu annars myndi ég athuga þar meira heldur en að þurfa endalaust að logga mig inn á heimabankann til að athuga heimilisföng og kenninöfn. Afhverju var þjóðskráin tekinn af símaskránni og sett í heimabankann? Svo hægt væri að fylgjast með hverjir væru að slá hverju upp?? Maður spyr sig! En jæja. þú ert frábær penni, takk fyrir allt og haltu þínu striki, bendi á www.911.com fyrir þá sem leiðast. Athyglisverð síða!
a, 18.12.2007 kl. 04:12
Ég vildi gjarna finna systur eða bróður sem ég vissi ekki af...but no such luck! Íslendingabók er einstök og frábær gjöf til þjóðarinnar
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.12.2007 kl. 12:21
Gleðileg jól og hafðu það sem allra best
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:19
Gleðileg jól og farsælt komand ár, hafðu það ætíð sem best.
Óttarr Makuch, 26.12.2007 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.