Laugardagur, 5. janúar 2008
Þín bíður sending ....
Púkinn ætti fyrir löngu að vera hættur að verða hissa á stirðbusaganginum í kerfinu, en þó er ennþá unnt að koma honum á óvart.
Meðal þess sem Púkinn er áskrifandi að er erlent tímarit sem kemur út mánaðarlega og því dettur öðru hverju inn um lúguna hjá Púkanum tilkynning frá Íslandspósti: "Þín bíður sending..."
Þá þarf Púkinn að taka sér frí úr vinnunni næsta dag, keyra bæjarenda á milli (því það er nú ekki svo gott að pósthúsið sé í göngufjarlægð frá heimili eða vinnustað), til þess að borga 64 krónur í virðisaukaskatt.
Já - heilar 64 krónur.
Það er nú ekki þannig að Púkinn sé því eitthvað mótfallinn að ríkið fái sinn virðisaukaskatt - síður en svo, en sé heildarmyndin skoðuð - dettur einhverjum heilvita manni í hug að þetta sé í raun þjóðhagslega hagkvæmt - vinnutap og akstur - allt til þess að borga 64 krónur einu sinni í mánuði?
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Eftir hverju fer þetta eiginlega?
Ég er sjálf eða hef verið á undanförnum árum áskrifandi að 10-12 tímaritum, breskum, bandarískum, áströlskum, nýsjálenskum, frönskum og dönskum, hef örugglega samanlagt fengið mörg hundruð eintök send í pósti, en aldrei nokkurn tíma hef ég verið rukkuð um neitt annað en áskriftargjaldið, blöðin hafa bara komið inn um lúguna eins og hver annar póstur.
(Kannski eru matreiðslutímarit bara undanþegin vaski ...)
Nanna Rögnvaldardóttir, 5.1.2008 kl. 12:57
Þakkaðu bara fyrir það kæri púki að þetta sé ekki sent með fluttningsfyrirtækjunum sem keyra pakkann út.
Þá er nefnilega bætt við 450 krónum við 64 krónurnar. Og NB, það gjald er ekki fyrir að keyra blaðið heima að dyrum, því það er innifalið í sendingarkostnaðinum sem búið er að borga, heldur er gjaldið fyrir að sjá um að rukka þig 64 krónurnar.
Ingólfur, 5.1.2008 kl. 18:02
En síðan er spurning afhverju maður fær bara ekki rafræna rukkun sem maður getur borgað í heimabanka og síðan væri hægt að senda þetta eins og enginn vaskur væri.
Með pakkana ætti að vera hægt að senda rukkunina þegar pakkinn fer af stað því flutningsfyrirtækin vita það fyrirfram hvað er á leiðinni.
Ingólfur, 5.1.2008 kl. 18:05
jú 450 eða 500, en það er bara af því að ég er krafinn um þessar 64 krónur....þannig að þær eru aðalmálið frá mínum sjónarhóli..
Púkinn, 6.1.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.