Nokia veikin?

nokia_virusÍbúar bæjarins Nokia í Finnlandi hafa verið tengdir samnefndu fyrirtæki órjúfanlegum böndum síðustu 150 árin og ganga að sjálfsögðu um í Nokia stígvélum og tala í Nokia farsíma.

Nýlega fékk stór hluti bæjarbúa niðurgangspest, sem gengur nú undir nafninu "Nokia veikin".

Ósköpin byrjuðu með því að starfsmaður í skolphreinsistöð bæjarins sneri röngum krana og sendi 400.000 lítra af skolpi inn í vatnsból bæjarbúa, með þeim afleiðingum að gerlamagn í vatninu varð mörghundruðfalt hærra en leyfilegt er. 

Það er eins gott að í Finnlandi er í boði Nokia salernispappír.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband