Uppsagnir hjá fjármálafyrirtækjunum?

Þótt fjármálafyrirtækin neiti því öll að uppsagnir séu á döfinni, þá mislíkar þeim væntanlega ekki að þessi orðrómur sé í gangi.

Ástæðan er augljós - þetta gefur þeim tækifæri til að halda aftur af launahækkunum - starfsmenn eru ekki líklegir til að pressa á miklar hækkanir ef þeir telja starfsöryggi sitt ekki tryggt.

Hvað raunverulegar uppsagnir varðar, þá er líka ljóst að enginn stóru bankanna vill verða fyrstur til að hefja þær - slíkt væri veikleikamerki og gæti haft neikvæð áhrif á ímynd fyrirtækisins - og þar með gengi hlutabréfanna, sem ekki má við meiri áföllum.

Ef svo fer að fyrirtækin neyðist til að grípa til uppsagna, verður að sjálfsögðu reynt að gefa því jákvæða ímynd - kynna það sem merki um sveigjanleika fyrirtækisins og það hversu fljótt það sé að bregðast við breyttum aðstæðum.

Nei, Púkanum þykir sennilegast að fyrirtækin muni í lengstu lög reyna að ná fram fækkun án uppsagna - með því að ráða ekki í stöður sem losna einhverjum ástæðum, heldur færa fólk til eftir þörfum.  Það gæti hins vegar orðið lítið um nýráðningar á næstunni, sem eru slæmar fréttir fyrir þann fjölda viðskiptafræðinga sem er að ljúka námi og taldi sig geta gengið að vísum, vel launuðum störfum í fjármálafyrirtækjunum.

Góðærinu er lokið...í bili að minnsta kosti.


mbl.is Fækkar um 650 í fjármálageiranum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé fyrir mér rústirnar af spilaborginni... ég sé fyrir mér enn eina dýfuna og ég hugsa: Nenni ég að lenda í enn einni dýfunni... veit ekki

DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Kári Harðarson

Kannski færðu starfsmenn, Púki ?

Kári Harðarson, 9.1.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Þorvaldur Blöndal

Trúlegt þykir mér að einhver fyrirtæki sameinist/yfirtaki(st) og segi upp fólki í leiðinni í hagræðingarskyni.

Þorvaldur Blöndal, 9.1.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband