Laugardagur, 12. janúar 2008
Þjóðskráin og mannanöfn
Púkinn þykist vita eitt og annað um tölvur og forritun og þess vegna skilur hann ekki hvers vegna það tekur Hagstofuna svona langan tíma að breyta hámarkslengd nafna. Það er nefnilega ekki eins og þetta vandamál sé nýtilkomið - það hefur verið kvartað yfir þessu árum saman.
Skoðum aðeins hvað þarf að gera:
- Breyta þeim gagnaskrám sem eru þegar til.
- Breyta því forriti sem er notað við innslátt á nöfnum "nýrra" einstaklinga.
- Breyta öllum forritum sem vinna með gögnin og samkeyra þau við aðrar skrár.
Fyrstu tvö atriðin ættu ekki að taka marga daga, en megnið af vinnunni liggur í því þriðja. Það er fjöldinn allur af kerfum sem nota þjóðskrána á einn eða annan hátt, þannig að þegar sniði þjóðskrárinnar er breytt þarf að breyta þeim forritum líka. Sum þessara kerfa eru í eigu eða umsjón Hagstofunnar, þannig að um "innanhússvandamál" er að ræða þar, en síðan er fjöldi annarra aðila sem eru í "áskrift" að þjóðskránni og þegar snið hennar breytist þurfa þessir aðilar að breyta sínum kerfum.
Allt þetta ferli ætti þó ekki að taka nema nokkra mánuði - ekki nokkur ár. Púkinn skilur ekki alveg hvað er á seyði.
Nennir ekki laga sig að tölvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Hmm var ekki aðalafsökunin sú að gluggaumslög væru ekki að höndla þetta :)
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:40
Getur verið að þeir séu enn að nota Hollerith gataspjöld ?
Ágúst H Bjarnason, 12.1.2008 kl. 14:15
Dóttir mín er ein af þeim sem fá ekki fullt nafn í þjóðskrá vegna þessa vandamáls og sú skýring sem við fengum var að kerfi Hagstofu og þjóðskrá væru ekki vandamálið heldur að bankarnir segðu stopp vegna þess að einhver kerfi hjá þeim væru ekki að höndla fleiri en 31 staf (orðabil meðtalinn).
Hvers vegna Hagstofan setur ekki bara bönkunum stólinn fyrir dyrnar og segir: "þið hafið eitt ár til að laga þetta, eftir það er þetta ykkar vandamál" skil ég ekki.
Einar Steinsson, 12.1.2008 kl. 14:25
Þessir 32 stafir hjá Þjóðskrá eru leyfar frá gataspjöldunum. Varðandi þetta takmark, þá ætti að vera hægt að keyra SQL setningu til að breyta töflunni, dæmi:
ALTER TABLE THJODSKRA ADD COLUMN nytt_langt_nafn VARCHAR(255);
UPDATE THJODSKRA nytt_langt_nafn = gamla_stutta_nafnid;
ALTER TABLE THJODSKRA DROP COLUN gamla_stutta_nafnid;
ALTER TABLE THJODSKRA RENAME COLUMN nytt_langt_nafn TO gamla_stutta_nafnid;
(svona í grunninn... hugsanlega með einhverjum tilbrigðum.)
Þessu til viðbótar eru einhver kerfi sem tala við þjóðskrá, sem hafa innbyggt takmark upp á 32 stafi fyrir þennan dálk. Það eru þau sem verða vesen með, að finna þau öll og laga. Þá má spyrja.... væri hægt að henda núverandi þjóðskrá og taka upp t.d. "þjóðskrá, version 2.0"? Sem væri með öllu ósamrýmanlegt? Til að ekki bara brjóta gömlu kerfin, heldur gjörsamlega gera þau ónothæf, og smalla þeim?
Dabbi steig í pontu á alþingi fyrir mörgum árum síðan, og sagði að "þetta yrði lagað á næstu 2-3 árum". Það eru mörg, mörg ár síðan. Miklu meiri en 3.
Talandi um Þjóðskrá. Afhverju eru kennitölur fólks notaðar svona mikið sem lyklar? Þú ferð út á videoleigu, *BANG* "Kennitala, takk"? Þarna ætti videoleigan að koma sér upp einkvæmu lyklakerfi per viðskiptavin, en ekki endurnota kennitöluna.
Einar Indriðason, 12.1.2008 kl. 18:03
Þetta er klassískt dæmi um einfalda ósk um breytingu á tölvukerfi sem gæti haft miljónahundraða ef ekki miljarða kostnað í för með sér út um allt þjóðfélagið.
Ef við gefum okkur lauslega að 3000 manns starfi við hugbúnaðargerð á Íslandi sem hver um sig kostar 10 miljónir á ári með ÖLLUM aukakostnaði gefur það 30 miljarða á ári. Líftíma kerfa mætti áætla 10 ár þannig að fjárfesting gæti verið um 300 miljarðar í hugbúnaði á hverjum tíma.
Nöfn einstaklinga koma við sögu í mjög mörgum þeirra kerfa sem smíðuð eru á Íslandi. Miðað við það hvaða stærðargráður eru hér á ferðinni er ekki óvarlegt að áætla að kostnaður gæti skipt miljörðum, sérstaklega ef reynt yrði að keyra þetta í gegn á skömmum tíma.
Þessu til viðbótar koma erlend kerfi í notkun hér á landi sem sum hver gætu átt í erfiðleikum með löng nöfn.
Spyrja má hvort ávinningurinn fyrir þessa örfáu einstaklinga sem þetta snertir sé nægilega mikill til að réttlæta allan þennan kostnað.
Hugsa mætti sér að skráð væri aukalega lengri útgáfa nafna sem fyrirtæki og stofnanir gætu virkjað í tengslum við reglubundnar uppfærslur á kerfum. Það myndi væntanlega minnka kostnað verulega.
Tek undir það að kennitalan er gróflega ofnotuð og þar að auki mjög óheppileg til auðkenningar.
Finnur Hrafn Jónsson, 12.1.2008 kl. 19:11
Mér var einmitt skemmt að lesa þessa frétt um dóttur hans Helga Seljan. Bloggaði aðeins um mínar minningar um þetta sama mál hér.
Karl Ólafsson, 12.1.2008 kl. 19:49
fjárskortur....eins og í skólunum, ég segi "eins og í skólunum" vegna þess að ég er eiginlega í menningarsjokki vegna stöðu grunnskóla á Íslandi dagsins í dag og útrásarinnar í dag? ÉG er nýbyrjuð að kenna og þetta er á verra plani en þegar ég var í grunnskæóla fyrir 30 árum...nei..í alvöru!!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.1.2008 kl. 22:12
Jón Frímann.
Þetta er eiginlega ekki vanhæfni. Bæði hjá Hagstofunni og hjá þjónustuaðilum þeirra (eins og t.d. Skýrr) starfar afar hæft fólk. Ég hef á tilfinningunni hins vegar að þetta geti verið ofhæfni. Þegar stjórnmálamenn og ráðgjafar komast í svona mál þarf að 'kortleggja' alla hluti í botn og tilhneigingin verður sú að verkefnið bólgnar og bólgnar þar til það verðir illleysanlegt innan einhvers skynsamlegs ramma hvað varðar fjármagn og tíma.
En ef það væri vilji til þess að ganga bara í málið og leysa það er sannarlega bara um að ræða nokkurra vikna eða mánaða vinnu og örfáar millur. Kannski ekki alveg eins einfalt og Einar Indriða stingur upp á hér að ofan, þó aðgerðin slík að breyta skránni sé í raun ekki flóknari en hann lýsir :-)
Karl Ólafsson, 12.1.2008 kl. 23:08
Hagstofan getur vel stækkað sviðið, tekur lítinn tíma og lítið fjármagn til að byrja með. Bjóða síðan í framhaldinu uppá eldra heiti og nýja heitið eða ný samskipti fyrir nýja skrá. Ft fá síðan val um hvort þau noti langa eða nýja þar til kerfin verða uppfærð hjá þeim...osfrv...
Ég man að hagstofan fór útí það fyrir um átta til níu árum að bjóða nýtt skráningarkerfi. Ég áætlaði m.a. tíma í verkþætti fyrir tilboð í það verk. Ég rak augun í það strax um leið og ég fletti útboðsgögnum að þeir gerðu ekki ráð fyrir neinum breytingum á þjóðskránni í þeirri uppfærslu. Öll svið geymd áfram sem strengir, allar skrár óbreyttar langlokur án 3NF og algerlega sleppt að huga að þróun í gagnagrunnsfræðum síðan 1980 eða fyrr. Dagsetningar eru meira segja enn geymdar í string svæðum. Þá, þ.e. fyrir 8ta árum, var búið að vera umræða um þessar takmarkanir.
Ég hef annars alltaf haldið að stærð heimilis og nafns í þjóðskrá væri vegna 80 stafa skjátakmarkana í línu denn!
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 01:53
Jósep, það er ekki alveg svo einfalt að þetta hafi verið vegna 80 stafa skjátakmarkana. En 80 stafa skjáir komu líklegast til út af 80 stafa gataspjöldunum. Og það voru þau sem réðu þessu á sínum tíma. Það þurfti að koma fyrir nafnnúmeri (8), nafni (32), fæðingardegi (6), heimilisfangi (20), kyni, hjúskaparstöðu, trúfélagi og einhverju fleiru í þessum 80 sætum. Reyndar var hægt að stytta númerísk svæði með því að hafa þau á 'Packed Decimal' formi. Þessi takmörkun hins vegar var úr sögunni snemma á níunda áratugnum. Ah, those were the days :-) Eftir 1983 minnir mig var Þjóðskráin komin á 3NF. Reyndar var það svo að m.t.t. svartíma í tölvum á þeim tíma hefði verið hagstæðara að brjóta 3NF formið lítilsháttar til að spara I/O aðgerðir. En það er önnur saga.
Karl Ólafsson, 13.1.2008 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.