Ruslpóstur af öllum gerðum

Hvað er til ráða gegn öllum þessum ruslpósti sem er að gera fólki lífið leitt þessa dagana?

Púkinn hefur safnað saman nokkrum hugmyndum úr ýmsum áttum og vill nú deila þeim með öðrum.

Það er að vísu um tvær gjörólíkar tegundir ruslpósts að ræða - annars vegar þann sem dreift er í tölvupósti og hins vegar þann sem berst inn um bréfalúguna.

Púkinn hefur ýmislegt um tölvuruslpóstinn að segja, en ætlar að láta sér nægja að vísa á fyrri grein um það mál - sjá hér.  Sá póstur gerir út á fáfræði, trúgirni og græðgi viðtakenda ekki er útlit
fyrir að þeir eiginleikar hverfi í bráð.

Nei, í þetta skiptið verður pappírspósturinn til umfjöllunar.

Besta hugmyndin sem Púkinn hefur séð er að nota ruslpóstinn sem hráefni í eitthvað annað, eins og til dæmis má sjá á meðfylgjandi mynd, en þar var ruslpósturinn notaður til að búa til skriðdreka - nokkuð sem engum nema Bandaríkjamanni myndi detta í hug.

Sumir eru fylgjandi róttækari aðgerðum, eins og að skila öllum ruslpóstinum í póstkassa Íslandspósts, eða að sturta honum inn um bréfalúguna hjá forstjóra þess fyrirtækis.  Þannig aðgerðir missa hins vegar svolítið marks að mati Púkans, því raunverulegu sökudólgarnir eru e.t.v. frekar fyrirtækin sem senda póstinn.  Fari ruslpóstur frá ákveðnu fyrirtæki í skapið á einhverjum er að sjálfsögðu einfaldast að hætta að versla við það fyrirtæki - og að láta fyrirtækið vita af því að maður vilji ekki eiga viðskipti við aðila sem hafi þá stefnu að ergja mögulega viðskiptavini.


mbl.is Varað við fjársvikabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

Orð í tíma töluð!   Þessi fyrirtæki eru að sýna okkur viðskiptavinum algjört virðingarleysi með þessum eilífa ruslpósti, enda hugsar maður þeim þegjandi þörfina, þegar maður burðast með tugi kílóa í næsta "ruslpóstgám".  

Í augum þessara fyrirtækja eru kúnnarnir einskis virði, bara hafa af þeim eins mikið af pening og þeir geta; að öðru leyti geta þeir bara átt sig.

Annars athyglisvert hvað íslensk fyrirtæki eru langt á eftir í að nýta sér nýjustu tækni í markaðsstarfi.   Mætti halda að eintómir aukvisar stjórni þeim.

Bryndís Helgadóttir, 16.1.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband