Hverjum er treystandi?

Púkanum finnst það góð frétt að Íslendingar treysti kennurum betur en öðrum starfstéttum og að trúarleiðtogar séu neðstir á listanum - já, neðar en stjórnmálamennirnir.

Það er einnig athyglivert að skoðun Íslendinga á því hverjum sé treystandi er ekki í nokkru samræmi við það hvað þjóðfélagið er tilbúið til að greiða viðkomandi fyrir sína vinnu - laun stjórnmálamanna eru verulega miklu hærri en laun kennara og trúarleiðtogar hafa nú oft ekki yfir neinu að kvarta að þessu leyti heldur.

Það er eitthvað athugavert við þetta, en ... tja, svona er Ísland í dag. 


mbl.is Kennurum treyst best á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Þetta er svakalega flott útkoma fyrir kennara.

Hér er líka verið að tala um "trúarleiðtoga" og við verðum sennilega að skilgreina það sem Biskup og aðra helstu stjórnendur kirkjunnar en ekki almenna presta.

Ég hugsa að flestir treysti prestinum sínum vel, þrátt fyrir allt hallelúja amen kjaftæðið. Þetta er flest allt öndvegis fólk sem kemur oft til skjalanna þegar eitthvað kemur uppá.

Mér finnst þetta sorglega hátt fyrir stjórnmálamenn. Fólk á að vita betur en þetta.

Og svo má búast við að forkólfar viðskiptalífsins verði eitthvað lægri, að sama tíma að ári.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 17.1.2008 kl. 13:09

2 identicon

Skemmtilegt að sjá að fólk sér alveg í gegnum þessa trúarleiðtoga því þeir eru mest óstraustvekjandi af öllum í heimi hér að mínu mati.
Helvíti gengur vel hjá mér að benda fólki á þetta :)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þetta er glæsilegt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.1.2008 kl. 15:37

4 Smámynd: Einar Indriðason

Vonandi eru þó stjórnmálamenn í 2. sæti yfir þá sem við treystum hvað síst?

(Hvernig veistu hvort pólitíkus er að ljúga?  Munnurinn hreyfist.)

Einar Indriðason, 17.1.2008 kl. 17:12

5 Smámynd: Ingólfur

Það var nú einu sinni að þingmenn, prestar og kennarar voru með svipuð laun. Ég hugsa að prestar séu enn svipaðir og þingmenn en kennarar eru með svona þriðjung af því. Trúarleiðtoginn Biskupinn er svo með enn hærra.

Nei það er greinilegt að traustar starfstéttir fá það ekki metið í launaumslaginu.

Ingólfur, 18.1.2008 kl. 04:09

6 Smámynd: Stefán Jónsson

Mig langar að bæta við það sem Anna segir, að grunnlaun kennara í Danmörku eru miklu betri en á Íslandi.

Án þess að ég hafi beinar tölur til að sanna mál mitt, þá er það mín tilfinning, búandi í Danmörku, að Danir borgi betur fyrir öll "kvennastörf" (t.d. kennslu og umönnun sjúkra og aldraðra) en Íslendingar borgi betur fyrir "karlastörf" (læknar, lögfræðingar, verkamenn, o.s.frv.).
Við þetta má einnig bæta, að launamunur kennara á Íslandi og í Danmörku verður enn meira sláandi þegar hafður er í huga verðmunurinn á milli landanna og launavísitala almennt.

Stefán Jónsson, 18.1.2008 kl. 14:39

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Athyglisverð útkoma úr þessari rannsókn og þá sérstaklega varðandi trúarleiðtogana

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.1.2008 kl. 13:51

8 identicon

Ingólfur veltir fyrir sér hvað trúmenn á Íslandi séu með í laun. Prestar eru með 550 þúsund á mánuði og frítt húsnæði og síma, og biskup er með 830 þúsund og fullt af fríðindum. Ég held að þessir aðilar ætti að praktisera það sem þeir predika og gefa helminginn til fátækra.

Valsól (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband