Kosovo og mörk lýðræðisins

Hvenær er réttlætanlegt að þjóðarbrot fái að ráða sér sjálf, í stað þess að vera hluti stærra ríkis þar sem önnur tungumál eða trúarbrögð ríkja?

Hvenær er réttlætanlegt að endurskilgreina landamæri til að  sameina þjóð sem býr beggja megin landamæra sem voru dregin af misvitrum mönnum?

Myndu þær þjóðir sem nú styðja  sjálfstæði Kosovo bregðast eins við ef Baskar, eða minnihlutahópar í landamærahéruðum Póllands, Búlgaríu, Rúmeníu, Moldavíu, Georgíu eða Grikklands gerðu slíkt hið sama?

Hvað ef spænskumælandi íbúar í Texas og suðurhluta Kaliforníu lýstu yfir sjálfstæði? 

Í þetta sinn hefur Púkinn engin svör, aðeins spurningar.


mbl.is Bretar, Frakkar, Ítalar og Þjóðverjar viðurkenna Kosovo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Hvað ef Pólverjar á Vestfjörðum verða orðnir fleiri en Íslendingar þar árið 2020 og þeir lýsa þá yfir sjálfstæði á Vestfjarðakjálkanum?

?????

Magnús Þór Hafsteinsson, 18.2.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Þegar þjóðarbrot uppfylla nauðsynleg skilyrði til að geta talist ríki (íkt og Kosovo) þá eiga þau sjálfsákvörðunarrétt

Serbar, sem hafa gerst sekir um þjóðarmorð á Bosníumönnum (að litu að minnsta kosti í hina áttina þegar serbneskir 'einka' herir frömdu þjóðarmorð) hafa traðkað á Kosovo búum til fjölda ára

Til hamingju Kosovo

Aðalheiður Ámundadóttir, 18.2.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála Aðalheiði.

Villi Asgeirsson, 18.2.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Já, fer þetta ekki pínulítið eftir því frá hvaða landi er verið að rífa sig?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.2.2008 kl. 08:09

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég fyrir mitt leyti styð kröfur Pólverja um sjálfstjórn á Ísafirði.

Elías Halldór Ágústsson, 19.2.2008 kl. 15:46

6 Smámynd: Freyr Guðjónsson

Má ekki fá þessum lundavitleysingum í eyjum sitt sjálfstæði líka, Vil helst ekki láta bendla mér við þessa vitleysinga.

Freyr Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband