Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Eiginhagsmunamótmæli atvinnubílstjóra
Þrátt fyrir framkomu atvinnubílstjóra undanfarið hafa enn margir samúð með mótmælum þeirra - ef til vill vegna þess að þeir halda að mótmælin snúist eingöngu um álögur ríkisins á eldsneyti.
Það er bara ekki þannig.
Háværustu kröfur bílstjóranna snúa nefnilega að hlutum sem varða einungis þeirra eigin hag - undanþágur frá reglum um hvíldartíma og lækkun á kílómetragjaldi.
Púkinn er þeirrar skoðunar að kílómetragjaldið sé síst of hátt. Ef það ætti að vera í samræmi við það slit sem þessir bíla valda á vegakerfinu þyrfti sennilega að hækka það verulega. Þjóðin er sem stendur að niðurgreiða rekstur bílanna og bílstjórarnir vilja að þær niðurgreiðslur hækki enn frekar, með því að sameiginlegu sjóðirnir borgi enn stærri hluta kostnaðarins.
Svo er það þetta með hvíldartímann. Afsakið, en miðað við þann fjölda bílstjóra sem nú þegar ekur um með pallana uppi og rekur þá upp undir brýr, eða missir farminn á götuna, þá finnst Púkanum eins og þeir séu hálfsofandi nú þegar. Viljum við enn fleiri syfjaða bílstjóra á tíu hjóla trukkum á göturnar?
Bílstjórar: Við höldum áfram" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
(Púkinn er þeirrar skoðunar að kílómetragjaldið sé síst of hátt. Ef það ætti að vera í samræmi við það slit sem þessir bíla valda á vegakerfinu þyrfti sennilega að hækka það verulega. )
Venjulegur bíll eyðir 5-10 lítrum á meðan 10 hjóla trukkur eyðir 40-60 lítrum +1400 kronur á hundraði.
oast, 9.4.2008 kl. 13:22
Þannig að trukkurinn borgar 5-10 sinnum meira - já, en hann slítur vegunum mun meira en 5-10 venjulegir bílar.
Púkinn, 9.4.2008 kl. 14:14
Alltaf gaman að hlusta á svona steypubílstjóra eins og ykkur.
FLÓTTAMAÐURINN, 9.4.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.