Kjaftur á atvinnubílstjórum

Nú eru bílstjórarnir að hóta því að lama þjóðfélagið og stofna mannslífum í hættu ef ekki verður gengið að kröfum þeirra - kröfum sem varða fyrst og fremst þeirra sérhagsmuni eins og að fá að keyra óhvíldir og að þurfa ekki að borga fyrir þær skemmdir sem þeir valda á vegakerfinu.

Lögreglan virðist vera besti vinur þeirra - gefur þeim bara í nefið - það er eins gott að þetta er ekki stórhættulegt fólk eins og Falun Gong mótmælendurnir, nú eða þá náttúruverndarsinnar.

Það eru einhverjir sem ættu virkilega að skammast sín.


mbl.is Sturla: „Málið verður klárað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Segðu mér: Nú geta almennir ökumenn keyrt óhvíldir eins og þeim sýnist.  Er eitthvert vit í því?  Hvers vegna má ég keyra austur á Egilsstaði í einni beit, en vörubílstjóri ekki?  Ég get alveg eins valdið dauða ökumanns sem kemur úr gagnstæðri átt eins og vörubílstjóri.

Hvaða skemmdum valda þeir svo á vegakerfinu öðrum en sliti?  Valda hinir ökumennirnir sumsé ekki sliti?  Hvað skyldu margir fólksbílar keyra eftir vegunum á móts við einn vörubíl?  Þurfa þeir allir að keyra á vegunum?  Eru ökumenn vörubifreiða að keyra á vegum landsins í öðrum tilgangi en þeim að flytja vörur eða efni, almenningi til hagsbóta?  Ég get alveg ábyrgst það að þeir keyra þessa bíla ekki eftir vegum landsins í sunnudagsbíltúr...

Athugum þetta. 

Sigurjón, 11.4.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Sigurjón

Hvað varðar svo aðgerðir lögreglunnar, þá gekk hún of langt í að stöðva friðsamleg mótmæli í sumar og mætti alveg athuga sinn gang.

Sigurjón, 11.4.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

Ég keyri nú mikið en ég get lofað þér því minn kæri Sigurjón að frá Reykjavík og á Egilsstaða keyrir ég ekki í einni beit og ætla að leyfa mér að fullyrða að það gerir enginn.Mér persónulega finnst líka langt að keyra í einni beit í 4,5 tíma og held að flestir séu þeirrar skoðunar ég td stoppa alltaf allavega einu sinn á leið minni frá Reykjavík til Akureyrar og aftur er ég þess fullviss að 99%geri það þetta 1 % sem gerir það ekki er að mínu mati ekki alveg með á nótunum,það þarf ekki annað en almenna skinsemi til að sjá það hvað þú værir orðinn þreyttur eftir svona akstur og hvað þá ef þú ert atvinnubílstjóri og keyrir þessa sömu leið fram og til baka allt árið um kring.Enda sýnist mér á umferðinni við Staðarskála,Blönduós og Borgarnes að þar sé mikið stoppað.Varðandi slitið sem þú talar um þá finnst mér þessi skrif þín algjörlega fáránleg og legg til að þú hugsir þetta aftur og þá af smá skinsemi.

Davíð Þorvaldur Magnússon, 11.4.2008 kl. 10:32

4 Smámynd: Gísli Sigurður

Davíð, ég er alveg sammála sigurjóni.

Þeir eru ekki að tala um það hvort þeir þurfi að stoppa eða ekki, heldur HVENÆR!

Eins og ótal oft hefur komið fram, eftir fjögurra og hálfs tíma keyrslu eru þeir komnir upp á holtavörðuheiðina, en mega ALLS EKKI keyra snefil meir, ekki einu sinni niður að brú eða upp í skála, til að taka sér út hvíldina þar. heldur þurfa þeir að stöðva á miðri heiðinni til að "hvíla sig".

Hvort meikar meira sens? kyrrstæður vöruflutningabíll með trailer á miðri heiðinni, á miðri götunni, eða það að þeir fái að halda áfram í korter í viðbót og leggja á öruggum stað utan þjóðvegar?

 hvort skapar meiri hættu??

svaraðu nú!

Gísli Sigurður, 11.4.2008 kl. 10:54

5 Smámynd: Jonni

Ökumenn vörubifreiða eru ekki í einhverri sjálfboðavinnu, eins og þú virðist halda fram Sigurjón. Þetta eru menn og konur í atvinnurekstri og eins og með allan atvinnurekstur fylgja honum einhver útgjöld sem þarf að mæta með tekjum. Það eru því ekki í raun vörubílstjórarnir sem greiða þennan kostnað heldur kaupendur þeirra þjónustu. Á endanum eru það neytendur sem borga. Þessir neytendur eru einnnig háðir því að vegvirki landsins sé í lagi og það kostar peninga. Hvaðan eiga þessir peningar að koma? Eitt er víst að þeir koma ekki úr rassinum á stjórnmálamönnum heldur verða þeir að koma frá fólkinu í þessu landi og hvað er réttlátara en að einmitt þeir sem eru háðir þessum vegum borgi fyrir þá? Semsagt neytendur. Það sem vantar í rökfærslu vörubílstjóra er útskýring á því hvar á að sækja þessa peninga sem myndu hverfa við lækkun eldsneytisgjalds. Hvar og hver á að borga? Reiðhjólafólk kannski?

Jonni, 11.4.2008 kl. 10:54

6 Smámynd: Jonni

Eru vörubílstjórar svo vitgrannir að þeir geta ekki skipulagt ferð til Akureyrar? Þeim er í lófa lagt að stoppa á síðasta áningarstað ÁÐUR en í óefni er komið fyrir þeim uppi á miðri heiði. Verða þeir kannski bensínlausir líka af sömu vöntun á fyrirsjálni?

Jonni, 11.4.2008 kl. 10:57

7 Smámynd: Egill Óskarsson

Bílstjórarnir mega skipta þessum 45 mínútum niður á 4.5 tíma, mest mega þeir skipta þessu í þrjú 15 mínútna hlé. Skil ekki hvernig menn geta komið sér í þá aðstöðu að vera búnir að vinna í 4,5 tíma án þess að taka sér hlé og vera bara alveg óvart upp á miðri heiði.

 Og mér finnst forsvarsmenn bílstjóra hafa verið ansi duglegir að halda þessu með skiptingu hlétímans frá almenningi.

Egill Óskarsson, 11.4.2008 kl. 11:23

8 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Ég er ekki vörubílstjóri, og reyndar ekki bílstjóri yfir höfuð. Og ég er mjög sammála bílstjórunum að EITTHVAÐ verður að gera! Það er alveg bókað mál.

Og svo lengi sem að þeir vísvitandi stofna mannslífum ekki í hættu, þá er mér sama. Það að loka götum og umferðaræðum myndi ég ekki telja sem hætta fyrir mannslíf. En það er bara ég.

Mér fannst helvíti gott sem Sturla sagði í fréttunum í fyrradag, "Það er bara stórhættulegt að lifa".

 Þið sem ekki getið vælt yfir olíuverði, vælið bara yfir einhverju öðru. :)

Sævar Örn Eiríksson, 11.4.2008 kl. 11:31

9 Smámynd: Jonni

Sævar; zzzzzzzzzz vektu mig þegar þú hefur eitthvað gáfulegt að segja.

Jonni, 11.4.2008 kl. 11:39

10 identicon

Ef ég hef skilið umræðuna rétt Jonni þá snýst þetta um lækkun á endsneytisgjadinu, ekki afnum þess. Þú líkt og aðrir veist að hlutur ríkis vegna hækkun eldsneytist hefur hækkað umtalsvert með hækkuðu verði.

Skulum ath að það er spáð hækkandi verðbólgu, hækkandi vöruverði á afurðum sem og neytendavörum, lækkun á húsnæðisverði vegna efiðs aðgengi að lánum sem m.a. er tilkomið vegna þess að stýrivextir eru í sögulegu hámarki og þeir hæðstu í öllum iðnþróuðum löndum í heimi.

Auðvitað eru vörubílstjórar ekki að vinna í sjálfboðavinnu en er þá allt í lagi að rukka okurverð fyrir eldsneyti og tvírukka þungaskatt því að vörubílstjórar geta bara velt því út í verðið hjá sér. Hvað á svo verslunin að gera sem þarf að greiða hærra verð fyrir þessa þjónustu, velta því út í vöruverðið sitt? Hver þá annar en ég og þú greiðir fyrir brúsann, sú kjarabót sem við fengum í nýafstöðnum kjarasamningum er löngu farinn út um gluggann og fyrir blasir greiðsluörðuleikar ansi margra heimila. Auðvitað er það fjarstæðukennt að berjast fyrir því að kosnir leiðtogar þessa lands fari að gera eithvað próaktíft í þessu ástandi.

Afhverju þykir þér það svo ósanngjarnt að ríkisstjórnin lækki þetta skittna eldsneytisgjald um stundarsakir til að létta að einhverju leiti undir með skattborgurum og aðilum í atvinnurekstri nú á síðustu og vestu tímum, lítið annað virðast þeir vera að gera?

Kristján Hall (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:16

11 Smámynd: corvus corax

Sitt sýnist hverjum í þessu sem öðru. Maður að nafni Sigurjón spyr hér í athugasemdum um hve marga fólksbíla þurfi til að slíta vegum á við flutningabíl. Það vill svo til að ég rakst á tölur um einmitt þetta efni einhvers staðar um daginn og þar kom fram að einn fulllestaður flutningabíll slítur vegum á við 40 þúsund fólksbíla. Með öðrum orðum; ef flutningabíllinn ekur einu sinni frá Reykjavík til Egilsstaða þurfa 40 þúsund fólksbílar að aka sömu leið einu sinni hver til að valda jafnmiklu sliti og þessi eini flutningabíll. Er þá ekki málið að banna akstur flutningabíla á þjóðvegum og taka upp strandsiglingar með vöruflutninga og niðurgreiða þær með vegafé. Þannig næðist mestur sparnaður í slitviðgerðum á þjóðvegunum. Svo finnst mér athyglisvert þetta með hvíldartímann að bílstjórar mega ekki keyra lengur en fjórar og hálfa klukkustund á meðan flumenn mega fljúga flugleggi allt upp í 10 til 12 klst. og læknar mega vera á sólarhringsvöktum á meðan venjulegt launafólk má bara vinna 14 tíma mest í einni lotu og verða síðan að fá 11 klst. hvíld fyrir næstu vinnutörn. Ég legg til að bílstjórar fái að keyra í allt að 5 klst með a.m.k. tveimur 15 mínútna hléum og að þeim verði gert að halda sig við og undir hámarkshraðanum sem er 80 km/klst en það er frekar sjaldgæfur hraði hjá vöru- og flutningabílum. Flestir eru þeir að jafnaði yfir 80 og frekar á 90 til 100 eins og t.d. malarflutningabílarnir sem keyra á milli Bolöldu og Reykjavíkur. Og nú þýðir ekkert að segja að bílarnir komist ekki yfir hámarkshraða því það vita allir að það er bölvað rugl. Og svo legg ég til að hámarkshraði hópferðabíla og allra annarra bíla, stórra og smárra, verði samræmdur hámarkshraða flutningabíla þ.e. færður niður í 80 km/klst því þá keyra hvort sem er allir á 90 til 100. Og einnig er nauðsynlegt að skylda strætóstjóra og leigubílstjóra til að færa ökuhraða sinn niður fyrir 100 km/klst, a.m.k. innanbæjar.

corvus corax, 11.4.2008 kl. 12:25

12 Smámynd: Púkinn

Púkinn hefur sagt það áður að ríkið mætti alveg lækka eldsneytisgjaldis sem nemur  hækkun á greiddum virðisaukaskatti vegna hærra innkaupsverðs og falls krónunnar, þannig að ríkið fí jafnmargar krónur í vasann og áður, en sé ekki að græða á hækkun eldsneytisverðs úti í heimi.

Háværustu kröfur bílstjóranna snúa bara ekki að þessu, heldur þeirra eiginhagsmunamálum.

Púkinn, 11.4.2008 kl. 12:28

13 Smámynd: Jonni

Kristján; Eldsneytisgjald er föst krónutala og hækkar ekki með hækkun olíuverðs. Það er því rangt að hlutur ríkisins hækki, heldur lækkar þvertámóti hlutur (hlutfallslega) ríkisins við hækkun olíuverðs. Þetta eldsneytisgjald hefur verið óbreytt um árabil og ef eitthvað er ætti kannski frekar að hækka það til þess að leiðrétta raunvirði þess. Það er ekkert okurgjald sem ríkissjóður er að leggja á eldsneyti ef þú lítur aðeins í kringum þig á nágrannalönd okkar og viðskiptaðila. Þvert á móti.

Finnst þér eðlilegt að með aukinni verðbólgu lækki stjórnvöld skatta? Finnst þér að þú ættir að fá hærri laun þegar þú ferð að eyða meiri pening? Heldur þú að fjárlög ríkisins séu eitthvað hókus pókus Matador með aukabunka af peningum í eldhússkúffunni? Trúir þú á jólasveininn?

Jonni, 11.4.2008 kl. 12:42

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við hvað vinnuru Jonni.. þú hljómar eins og námsmaður á 3 ári í háskóla og þykist vita allt... en virðist ekki hafa neina reynslu.  Ég bara spyr því mér finnst málflutningur þinn fjarstæðukenndur.

Óskar Þorkelsson, 11.4.2008 kl. 14:42

15 Smámynd: Jonni

Hmmm, geturðu bent mér á hvað það er nákvæmlega sem þér finnst fjarstæðukennt og með hvaða hætti? Ef þú ert ósammála mér er það hægur leikur fyrir þig að færa rök þín fram hér. Hefur þú eitthvað annað til málanna að leggja en þessa djúpu persónuleikagreiningu þína?

Þér til upplýsingar hef ég lokið mínu námi fyrir allmörgum árum, búið og unnið í fleiri löndum en á Íslandi síðan. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei unnið sem atvinnubílstjóri, en ég vona að það sé engin móðgun við þig að ég tjái mig um þessi mál þrátt fyrir það. Hefur þú mikla reynslu Óskar? Miðlaðu þá af henni svo við græningjarnir getum lært af henni.

Jonni, 11.4.2008 kl. 16:01

16 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

það er ekkert verið að röfla yfir fastagjaldinu á eldsneytinu heldur vaskinum. Hann hækkar auðvitað með hækkandi verði. Rennur í ríkissjóð, right? Hvort sé réttlætanlegt að lækka vask á bensíni og dísel má hins vegar deila um.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.4.2008 kl. 22:49

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

púki, þú snertir hjarta málsins...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:02

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

quote :Eru vörubílstjórar svo vitgrannir að þeir geta ekki skipulagt ferð til Akureyrar? Þeim er í lófa lagt að stoppa á síðasta áningarstað ÁÐUR en í óefni er komið fyrir þeim uppi á miðri heiði. Verða þeir kannski bensínlausir líka af sömu vöntun á fyrirsjálni.

Ég veit ekki um þig, en ef þessi þaulskipulagði bílstjóri lendir í umferðarteppu á leið út úr reykjavík.. sem gerist helv oft.. þá tefst hann.. sem þýðir að tími hans á veginum takmarkast.. þegar komið er upp á holtavöruheiði þá er minn ekkert þreittur enda vanir menn á góðum bílum en.. hann verður að fyglja lögum og stoppa farartækið.. skipulagið hans sem átti að fleyta honum að staðarskála eða í það minnsta að Brú klikkaði á Vesturlandsveginum.   Svo þarf han nað gera þarfir sínar en þar sem lögin sögðu honum að stoppa , þá stoppar hann og helst á miðjum vegninum því ekki er gert ráð fyrir svona bílum á vegakerfinu.. og svo kúkar hann við afturhjólið í slyddu ig hraglanda með bílflaut hlægjandi fólks á smápútum sem mega keyra í einum fleng til kópaskers ef þeim dettur það í hug..

en ég er viss um að þú jonni ef þú hefur náð meiriaprófinu gætir alltaf komist hjá svona smá vandræðum enda greinilega þaulskipulagður og ert aldrei í tímapressu..

umm já ég hef oft keyrt í einum fleng til ísafjarðar og bolungarvíkur frá reykjavík..

Óskar Þorkelsson, 11.4.2008 kl. 23:31

19 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Óskar, væntanlega VEIT bílstjórinn hvað hann tafðist mikið á Vesturlandsveginum og getur þar af leiðandi vel stoppað í kortér í Borgarnesi til að lenda ekki í þessu. Ekki svona hálfvitarök.

Og mig langar ekkert að lenda á þér rétt ókomnum til bolungarvíkur, hafandi hvergi stoppað til að teygja skankana.

Hins vegar styð ég kröfur um útskot og þannig aðstöðu af öllu hjarta.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.4.2008 kl. 09:05

20 Smámynd: Sigurjón

Davíð Þorvaldur:

Ég hef keyrt til Egilsstaða frá Reykjavík án þess að stoppa nema tæpan hálftíma í heildina á leiðinni.  Síðan varpa ég fram áleitnum spurningum, sem þú svarar ekki, heldur heldur því fram að ég skrifi fáránlega um.  Ertu virkilega ekki klárari í kollinum en þetta?  Þú talar um að skrifa af ,,skinsemi" um hlutina, en hefur samt ekkert fram að færa sjálfur.  Þursinn heimskur þegja hlýtur.

Jonni:

Aldrei hélt ég því fram að atvinnubílstjórar væru í sjálfboðavinnu, né gaf það í skyn.  Orð þín varðandi það eru því gjörsamlega út í hött.  Þú myndir svo tæplega vilja að þetta fólk sem hefur svona rosalega gaman að því að keyra um vegi landsins færi í verkfall.  Þá fengir þú ekki vörurnar þínar, því það þarf að flytja þær.  Fiskflutningar myndu stöðvast og svo mætti lengi telja.  Ef þér finnst að þetta sé einhver forréttindastétt sem er að slíta vegum landsins af óþörfu, þyrftir þú að athuga þinn gang.  Það er líka alveg greinilegt að þú ert ekki með meirapróf, né að þú hafir keyrt flutningabíl, því þá héldir þú því ekki fram að þeir yrðu BENSÍNlausir.  Þeir ganga allir fyrir Dieselolíu!  Þú hefur sumsé ekki forsendur til að tjá þig nema að litlu leyti um málið.

Corvus Corax: Þú nefnir athyglisverða punkta varðandi vaktir lækna og fleiri stétta sem mætti athuga.  Hins vegar vil ég sjá þessar rannsóknir sem koma með þá niðurstöðu að einn flutningabíll slíti vegum á við 40.000 fólksbifreiðar.  Ég á mjög erfitt með að kaupa það.

Hildigunnur: Heldur þú að bílstjórar þurfi ekkert að hugsa um að skila vörunni af sér fyrir ákveðinn tíma?  Dettur þér í hug að þeir geti tekið sér pásu eins og ekkert sé þegar þeir eru orðnir seinir?  Hvað segir þú þegar blaðið kemur hálftíma of seint inn um lúguna?  Ert þú hoppandi kát?  Ég spyr bara sísvona...

Ég hef unnið nokkuð lengi sem atvinnubílstjóri, þó ég vinni skrifstofuvinnu í dag.  Ég vann lengi við að keyra út mjólkurvörur austur á land frá Selfossi.  Það fóru tveir bílar frá Selfossi austur að Höfn.  Á bakaleiðinni gistum við í Freysnesi og var það gott.  Hinn bíllinn var í mjólkursöfnun á bæjum sveitanna, en ég var að keyra út vörur í verzlanir og til atvinnurekenda.  Vegna þess að ég var að keyra út vörur, þurfti ég að stoppa eftir 4,5 klst. akstur (sem reyndar passaði anzi vel við rúntinn og kom það sér því alls ekki illa fyrir mig), en af því að hinn bíllinn safnaði óunninni mjólk, var hann undanþeginn ákvæðum um hvíldartíma og gat keyrt þessa leið í einni beit.  Er eitthvað vit í þessu?  Þetta snýzt um skynsemi.  Mér finnst ekki skynsamlegt að flutningabílstjórar þurfi að hvíla sig svona oft og mikið, meðan ökumenn annarra bíla geta keyrt eins og þeim lystir.

Þegar ég fann fyrir þreytu á vegunum, lagði ég út í kant þar sem það var eins öruggt og unnt var og lagði mig í 10 mínútur.  Sem betur fer var ég yfirleitt ekki undir tímapressu... 

Sigurjón, 18.4.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband