Föstudagur, 18. apríl 2008
Elsta tré í heimi ... eða hvað?
Þessi frétt um að í Dölunum í Svíþjóð sé 10.000 ára gamalt tré er athygliverð, en því miður ekki algerlega nákvæm. Það tré sem hér um ræðir (og sjá má hér á myndinni) er í rauninni ekki nema nokkurra alda gamalt. Það er hins vegar klóni af eldra tré sem óx á sama stað, sem aftur er klóni af enn eldra tré og þannig áfram (eða aftur á bak) ein 10.000 ár eða svo.
Í jarðveginum kringum tréð fundust leifar af gömlum greinum og könglum sem voru annars vegar aldursgreindir með hefðbundinni kolefnisgreiningu en hins vegar DNA-greindir til að fá það staðfest að um klóna af sömu lífverunni væri að ræða.
Það sem þessi rannsókn sýndi er í raun að fura hefur numið land á þessum stað skömmu eftir að síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk og klónar af sömu plöntu hafa lifað þar allan þann tíma.
"Bristlecone Pine" tré nokkurt í Bandaríkjunum telst vera 4768 ára, en það er aldur sem mætti staðfesta með beinni talningu árhringja - sænska tréð sem slíkt er ekki nema nokkur hundruð ára samkvæmt sömu aðferð, en fréttin hér er sú að það sé klóni af lífveru sem hefur lifað á sama stað í 10.000 ár.
Tengt þessu eru aldursgreiningar sem byggja á trjáhringarannsóknum, en þar sem þeir eru oft misþykkir eftir árferði, má byggja upp mælikvarða til að tímasetja gamlar viðarleifar - með þeirri aðferð hafa menn getað notað leifar af furum frá suðurhluta Þýskalands til að komast um 12400 ár aftur á bak.
Elsta tréð er sænskt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
Athugasemdir
jæja já.. athyglisvert.
Óskar Þorkelsson, 18.4.2008 kl. 19:27
Þetta er ekki á sömu rót. Upphaflega greinin lýsir því hvernig greinar leggjast niður við jörð, festa þar rætur og mynda nýjan einstakling - sem til lengri tíma litið hefur sjálfstætt rótarkerfi.
Púkinn, 18.4.2008 kl. 20:17
The clones take root each winter as snow pushes low-lying branches of the mother tree down to ground level", Mr Kullmann added.
Það er ekki alveg ljóst hvernig á að skilja þetta.....
Púkinn, 18.4.2008 kl. 20:34
Já, en ef grein festir rætur og myndar síðan rótarkerfi, þá er það rótarkerfi aðskilið frá rótarkerfi móðurplöntunnar.... þetta er bara eins og jarðaberjaplannta að dreifa sér - eða hvað?
Púkinn, 18.4.2008 kl. 21:06
gamað lesa þetta hjá ykkur, þið vitið greinilega mikið um þetta efni.. ef þetta er af sama rótarstofni þá minnir þetta talsvert á hvernig sveppir fjölga sér.. sem ein lífvera.
Óskar Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.