Þriðjudagur, 6. maí 2008
Eru gjöld á flutningabílum ekki nægjanlega há?
Þessar tölur um slit sem flutningabílar valda á vegakerfinu má túlka sem svo að landsmenn séu með sköttum sínum að niðurgreiða rekstur flutningabílanna verulega.
Ef þessir bílar þyrftu að greiða fyrir þær skemmdir sem þeir valda á vegakerfinu yrði rekstur þeirra væntanlega það óhagkvæmur að eitthvað af flutningunum myndi fara aftur sjóleiðina.
Bílstjórarnir vilja hins vegar lægri álögur, ekki hærri - það er að segja - þeir vilja að almenningur í landinu niðurgreiði rekstur þeirra enn frekar en nú er.
Já, svona er Ísland í dag.
Flutningabíll slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessir bílstjórar sem voru að mótmæla í Reykjavík á dögunum eru nú ekki þeir sömu og eru að keyra um þjóðvegi landsins. Þetta voru einyrkjar sem meira eða minna eru í akstri innan höfuðborgarsvæðisins. Eimskip og Samskip voru ekki sjáanleg í mótmælunum einhverra hluta vegna. Þessi skipafélög sjá sér hag í að nota bíla til flutninga landshorna á milli í stað skipa. Eðlilegt er að samgönguráðherra kanni hvort ekki er þjóðhagslega hagkvæmt að hliðra til fyrir sjóflutningum á ný.
Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 19:29
Skiptir einhverju máli hvort að menn séu að keyra á þessum tröllvöxnu bílum innan bæjar eða utan?
...désú (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:20
Ef ég man rétt voru sjóflutningarnir skattlagðir út af kortinu á sínum tíma, með hafnargjöldum. Stór og mikil mistök.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.5.2008 kl. 20:55
Vörur verða ekki fluttar sjóleiðina frá Reykjavík upp í Borgarfjörð og suður á Selfoss, en innan þessa svæðis býr mikill meirihluti þjóðarinnar. Þjóðvegurinn frá Selfossi að Akureyri verður tvöfaldaður á næstu árum og göng gerð í gengum Vaðlaheiðina. En einhverjar vörur verða væntanlega fluttar sjóleiðina frá Reykjavík til Ísafjarðar og Akureyrar.
Einkabílar hér verða rafmagnsbílar sem hlaðnir verða með tilfölulega ódýru húsarafmagni á nóttunni þegar rafmagnsnotkun fyrirtækja er í lágmarki, þannig að ekki þarf að reisa hér nýja virkjun vegna þessa.
Þorsteinn Briem, 6.5.2008 kl. 20:59
"í gegnum Vaðlaheiðina" átti þetta nú að vera.
Hann Jón Valur leiðréttingarpúki skilur ekki svona villur, greyskinnið.
Þorsteinn Briem, 6.5.2008 kl. 21:06
tja, já..."gengum" er jú gott og gilt orð og ef bara eitt orð er skoðað íi einu er ekki hægt að gera neitt í þessu.
Púkinn, 6.5.2008 kl. 21:20
Það eru nú sjálfsagt ansi mörg ár í að íslenskur leiðréttingarpúki nái að leiðrétta svona villur. Slíkt kostar gríðarlega mörg mannár, hefði ég haldið, og jafnvel ennþá fleiri dúdúfuglaár, takist að reisa þá frá dauðum.
Þorsteinn Briem, 6.5.2008 kl. 22:13
Ég held að ráðherra þurfi að staðfesta þessar fullyrðingar með rannsóknum áður en lengra er haldið.
Sigurður Haukur Gíslason, 6.5.2008 kl. 23:39
Fyrir hverja eru flutningabílarnir að keyra? Er það ekki til að við getum safnað spiki?
Theódór Norðkvist, 7.5.2008 kl. 09:44
Ég leyfi mér að efast stórkostlega að þessar tölur eigi við rök að styðjast. Ég vil a.m.k. fá að sjá hvaða forsendur eru fyrir þessu og hvernig þær rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Þar til slíkt hefur verið gert, held ég að við ættum að segja sem minnst um þessi mál...
Sigurjón, 10.5.2008 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.