Bjarga hrefnuveiðar okkur frá Öryggisráðinu?

HrefnuveidarPúkinn heyrði þeirri spurningu velt upp hvort hrefnuveiðarnar myndu bjarga okkur frá því að þurfa að sitja í Öryggisráðinu.

Þetta er athygliverð spurning.  Púkinn er þeirrar skoðunar að Íslendingar hafi ekkert í Öryggisráðið að gera - Ferilskrá Íslands í alþjóðamálum er frekar snautleg og að mati Púkans myndi seta þar bara hafa í för með sér útgjöld en takmarkaðan ávinning.

Hrefnuveiðar njóta ekki vinsælda erlendis og vera má að í einhverjum tilvikum muni þær ráða úrslitum um hvaða land fái atkvæði.

Fari svo að Íslendingar nái ekki kosningu og hrefnuveiðarnar verði nefndar sem ein orsök þess, þá er það skoðun Púkans að þar sé kominn mikill þjóðhagslegur ávinningur af þeim.

Púkinn er reyndar enginn sérstakur áhugamaður um hrefnuveiðar - þiggur hrefnukjöt sé það sett á hans disk og grillar það ef það býðst - en framboð á góðu kjöti til grillunar var nú ekkert sérstakt síðasta sumar.  Hins vegar er það skoðun Púkans að hrefnukjöt jafnist nú ekki á við margt annað - nautakjöt, eða íslenskt lambakjöt á góðum degi. 

Það er þó bragðbetra en kengúrukjöt - svo mikið er víst.


mbl.is Fyrsta hrefnan veidd á Faxafló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vonandi!

Jóhann Elíasson, 21.5.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Það kæmi mér ekki á óvart að á næstu dögum stöðvi ríkisstjórnin þetta þegar þeir átta sig á þessum mistökum, priceless !

Sævar Einarsson, 21.5.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála þér í þessu máli Friðrik. En Jón Valur kom með ferlega sniðuga tillögu, um að íslendingar veiddu miklu meira  af hval og sel og gæfu kjötið til sveltandi þjóða. Ágætis leið til að snúa á Greenpeace.

Ég veit af samræðum mínum við vísndamenn að  próteinskorturinn í fæðu margra þróunarríkja hindrar fulla verkun bóluefna sem börnin eru sprautuð með. Próteinskorturinn er því grafalvarlegt mál. þetta kjöt er próteinríkt sem vantar í fæðu margra sveltandi sem fá bara eitthvað   grjónadrasl á diskinn sinn.

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.5.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband