Föstudagur, 23. maí 2008
Stoltur af stelpunni...
Púkinn leggur það ekki í vana sinn að skrifa um mál sem tengjast fjölskyldu hans, en í þetta eina skipti verður þó undantekning gerð þar á.
Málið er nefnilega að dóttir Púkans er í 7. bekk en hennar bekkur vann keppnina "Reyklaus bekkur" í ár - og Púkinn skammast sín ekkert fyrir að viðurkenna að hann er pínulítið montinn af dótturinni og bekkjarfélögum hennar.
Og hvað gerði bekkurinn svo til að vinna keppnina? Jú, tvær stuttmyndir, aðra leikna, en hina með "leirkörlum"
Hér er leikna stuttmyndin:
...og hér er leirkarlamyndin:
Og hvað fá krakkarnir svo í verðlaun? Jú, ferð til Danmerkur og foreldrarnir skildir eftir heima.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Athugasemdir
Full ástæða til að blása í lúðra og vera stoltur- Til hamingju með púkabarnið
Andrea, 23.5.2008 kl. 19:57
Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 20:07
Kúlt! Til hamingju með þetta og skynsamlegt að skilja foreldrana eftir heima, krakkar!
Þorsteinn Briem, 24.5.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.